Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 11:56 Taívanski herinn á heræfingu. Ceng Shou Yi/NurPhoto via Getty Images Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarísku stofnunarinnar Center for Strategic and International Studies (CSIS) sem lét framkvæmda umfangsmikla stríðsleiki (e. war games) til þess að kanna hver áhrif af ímyndaðri innrás Kínverja í Taívan yrðu. Greint er frá niðurstöðunni á vef CNN en stofnunin mun sjálf kynna niðurstöðurnar á fundi klukkan sjö í kvöld, sem horfa má á í beinu streymi hér í fréttinni, eða með því að smella hér. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hefur aukist að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í eyríkið. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar komi til innrásar. Hermdu eftir mismunandi útfærslum Til þess að fá gleggri mynd af því hvaða áhrif slík innrás myndi hafa ákvað CSIS að framkvæmda svokallaða stríðsleiki þar sem hermt er eftir innrás Kínverja inn í Taívan. Spilaðar voru á þriðja tug mismunandi útfærslna á innrás. Markmiðið var einfalt. Að svara þeirri spurningu hvort að innrás Kínverja myndi heppnast og hver yrði kostnaðurinn við slíka innrás. Í frétt CNN segir að það svarið sé einfaldlega „nei“ og „gríðarlegur“. Mikill fórnarkostnaður Samvæmt niðurstöðunum er talið líklegt að Bandaríkin, Taívan og bandamenn þeirra myndu hafa betur komi til innrásar Kína í Taívan. Það myndi þó fela í sér að bandaríski herinn yrði verulega laskaður, ekki síst vegna þess að líklegt er að minnst tvö flugmóðurskip myndu tapast auk fjölda annarra hergagna. Þá er talið að ríflega þrjú þúsund hermenn myndu falla í þriggja vikna bardaga. Slíkt tap myndi hafa eyðileggjandi áhrif á stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu til margra ára, segir í skýrslunni samkvæmt frétt CNN. Til samanburðar hafa um sjö þúsund bandarískir hermenn fallið á síðustu tveimur áratugum í átökunum í Írak og Afganistan. Niðurstöður stríðsleikana leiða einnig í ljós að kínverski sjóherinn yrði í molum, nær allur flotinn yrði ónothæfur auk þess sem að um tíu þúsund hermenn myndu falla, og tugþúsundir hermanna teknir sem stríðsfangar. Talið er að Kínverjar myndu glata 155 herflugvélum og þyrlum auk 138 herskipa. Þá er líkleg að eyríkið Taívan muni líða gríðarlega fyrir innrás, innviðir þar yrðu gerðir að engu og mannfall yrði töluvert. Fjögur lykilatriði Í skýrslunni kemur fram að í öll skiptin sem stríðsleikarnir hafi verið framkvæmdir hafi fjögur atriði reynst vera lykilinn að bandarískum sigri. Það er að taívanski herinn þyrfti að ná að hefta sókn Kínverja strax í byrjun, Bandaríkin yrðu að geta notað herstöðvar sínar í Japan til að hefja sókn, Bandaríkjaher þyrfti að geta beitt langdrægum eldflaugum gegn kínverska flotanum í miklu magni og að lokum þyrfti Bandaríkin að koma vopnum til Taívans áður en innrásin hæfist og stíga inn í atburðarásina með herafla um leið og innrásin yrði að veruleika. Stofnunin sjálf segir þó að með því að framkvæma stríðsleikana sé þó ekki verið að segja að innrás Kínverja inn í Taívan sé óumflýjanleg eða jafn vel líkleg. Með henni sé þó verið að gefa almenningi sem og stjórnvöldum innsýn í það hvað möguleg innrás Kínverja í Taívan gæti þýtt. Bandaríkin Kína Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarísku stofnunarinnar Center for Strategic and International Studies (CSIS) sem lét framkvæmda umfangsmikla stríðsleiki (e. war games) til þess að kanna hver áhrif af ímyndaðri innrás Kínverja í Taívan yrðu. Greint er frá niðurstöðunni á vef CNN en stofnunin mun sjálf kynna niðurstöðurnar á fundi klukkan sjö í kvöld, sem horfa má á í beinu streymi hér í fréttinni, eða með því að smella hér. Spennan milli Kínverja annars vegar og nágranna þeirra, Bandaríkjamanna og annarra hefur aukist að undanförnu og þá að miklu leyti vegna Taívans og áhyggja af því að Kínverjar hyggi á innrás í eyríkið. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar komi til innrásar. Hermdu eftir mismunandi útfærslum Til þess að fá gleggri mynd af því hvaða áhrif slík innrás myndi hafa ákvað CSIS að framkvæmda svokallaða stríðsleiki þar sem hermt er eftir innrás Kínverja inn í Taívan. Spilaðar voru á þriðja tug mismunandi útfærslna á innrás. Markmiðið var einfalt. Að svara þeirri spurningu hvort að innrás Kínverja myndi heppnast og hver yrði kostnaðurinn við slíka innrás. Í frétt CNN segir að það svarið sé einfaldlega „nei“ og „gríðarlegur“. Mikill fórnarkostnaður Samvæmt niðurstöðunum er talið líklegt að Bandaríkin, Taívan og bandamenn þeirra myndu hafa betur komi til innrásar Kína í Taívan. Það myndi þó fela í sér að bandaríski herinn yrði verulega laskaður, ekki síst vegna þess að líklegt er að minnst tvö flugmóðurskip myndu tapast auk fjölda annarra hergagna. Þá er talið að ríflega þrjú þúsund hermenn myndu falla í þriggja vikna bardaga. Slíkt tap myndi hafa eyðileggjandi áhrif á stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu til margra ára, segir í skýrslunni samkvæmt frétt CNN. Til samanburðar hafa um sjö þúsund bandarískir hermenn fallið á síðustu tveimur áratugum í átökunum í Írak og Afganistan. Niðurstöður stríðsleikana leiða einnig í ljós að kínverski sjóherinn yrði í molum, nær allur flotinn yrði ónothæfur auk þess sem að um tíu þúsund hermenn myndu falla, og tugþúsundir hermanna teknir sem stríðsfangar. Talið er að Kínverjar myndu glata 155 herflugvélum og þyrlum auk 138 herskipa. Þá er líkleg að eyríkið Taívan muni líða gríðarlega fyrir innrás, innviðir þar yrðu gerðir að engu og mannfall yrði töluvert. Fjögur lykilatriði Í skýrslunni kemur fram að í öll skiptin sem stríðsleikarnir hafi verið framkvæmdir hafi fjögur atriði reynst vera lykilinn að bandarískum sigri. Það er að taívanski herinn þyrfti að ná að hefta sókn Kínverja strax í byrjun, Bandaríkin yrðu að geta notað herstöðvar sínar í Japan til að hefja sókn, Bandaríkjaher þyrfti að geta beitt langdrægum eldflaugum gegn kínverska flotanum í miklu magni og að lokum þyrfti Bandaríkin að koma vopnum til Taívans áður en innrásin hæfist og stíga inn í atburðarásina með herafla um leið og innrásin yrði að veruleika. Stofnunin sjálf segir þó að með því að framkvæma stríðsleikana sé þó ekki verið að segja að innrás Kínverja inn í Taívan sé óumflýjanleg eða jafn vel líkleg. Með henni sé þó verið að gefa almenningi sem og stjórnvöldum innsýn í það hvað möguleg innrás Kínverja í Taívan gæti þýtt.
Bandaríkin Kína Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira