Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 08:39 Slökkvilið að störfum við verslun Bónus í Spönginni í gærkvöldi. Skjáskot Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði. Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira
Um klukkan 20 í gærkvöldi barst tilkynningu um að eldur væri í gámi í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Dælubíll var sendur á vettvang ásamt áhöfn sem gekk greiðlega að slökkva í gámnum þrátt fyrir að um mikinn eld væri að ræða. Gámurinn var fullur eldfimum pappa. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lítil sem engin hætta á ferð enda eldurinn einungis í gámnum sem stóð fjærri byggingum og bifreiðum. Hann segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða enda kvikni almennt ekki í gámum af sjálfsdáðum á laugardagskvöldum. Aðra sögu væri hugsanlega að segja ef eldurinn hefði komið upp að degi til í miðri viku þegar menn eru líklegri til þess að henda úrgangi sem gæti kviknað í. Kviknaði í á sama stað skömmu seinna Sem áður segir gekk greiðlega að slökkva eldinn í gámnum en það reyndist skammgóður vermir þar sem eldur kom upp í öðrum gámi í Spönginni aðeins tveimur klukkustundum síðar. Líklegt er að þar hafi brennuvargar aftur verið á ferð en að sögn varðstjóra er ekki útilokað að kviknað hafi í út frá hitaleiðni frá fyrri gámnum. Vísir hefur undir höndum myndskeið sem sýna eldinn í seinni gámnum og aðgerðir slökkviliðs á vettvangi. Þau má sjá klippt saman í spilaranum hér að neðan: Gámur í Laugardal og ruslatunna í Hafnarfirði Einnig var kveikt í gámi við Vogaskóla í Laugardal. Þar var ekki heldur hætta á ferð og slökkvistarf gekk vel. Loks barst útkall vegna logandi ruslatunnu í Hafnarfirði, hið sama var uppi á teningnum þar. Grunur er um íkveikju í öllum framangreindum tilfellum. Líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan mætti lögregla á vettvang í Spöngina. Að sögn varðstjórans mætir lögregla ávallt á vettvagn þegar um bruna er að ræða en að íkveikjurnar verði sennilega ekki rannsakaðar frekar þar sem engin hætta var á ferð. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ein tilkynning um eld í ruslagámi í Grafarvogi bókuð. Að lokum segir varðstjórinn að slökkviliðið hafi sinnt einu útkalli til í nótt. Undir morgun kom upp leki í úðakerfi sem slökkvilið sinnti.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira