Hænuskref fyrir þá sem fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 13:31 Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Alþingi Verslun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun