Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 11:46 Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun