Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2024 08:47 Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Óðfluga styttist í verkfall lækna og lítið að frétta af gangi í kjarasamningsviðræðum, milli samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands. Líkurnar aukast því með hverjum deginum að rúmlega 1200 læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum, neyðist til verkfallsaðgerða 25.nóvember næstkomandi, með tilheyrandi óþægindum fyrir samfélagið. En hverjar eru eiginlega meginkröfur lækna í núverandi kjarasamningsviðræðum? Í fyrsta lagi, krefjast læknar þess að fá betri vinnutíma líkt og aðrir opinberir starfsmenn með styttingu vinnuvikunnar. Í öðru lagi, krefjast læknar þess að grunnlaun þeirra verði leiðrétt í samræmi við launaþróun annarra samanburðarstétta, eftir að hafa dregist aftur úr síðustu ár. Í þriðja lagi, krefjast læknar þess að úrbætur verði gerðar á kjörum lækna á gæsluvöktum, en umbun fyrir útköllum og símtöl, alla daga og nætur ársins, er ekki í neinu samræmi við sífellt rof á eðlilegri hvíld. Í dag, endurspegla laun lækna á Íslandi engan veginn þann tíma sem menntun þeirra tekur eða ábyrgð og álag í starfi. Sívaxandi krafa samfélagsins, um heilbrigðisþjónustu án tafar og án mistaka, er farin að taka sinn toll, á sama tíma og aldrei hefur verið skilgreint hvað sé eðlilegur fjöldi sjúklinga í umsjá hvers læknis á opinberum heilbrigðisstofnum. Afleiðingarnar eru að í núverandi starfsumhverfi hafa aldrei jafnmargir læknar upplifað einkenni kulnunar, veikindafjarverur lækna náð sögulegu hámarki og erfiðlega gengur að manna lausar læknastöður á heilbrigðisstofnunum. Kröfur Læknafélags Íslands eru raunhæfar og sanngjarnar, bera vott um nýja tíma og áherslur, þar sem gerð er krafa um eðlilega hvíld fyrir unnin störf, til að tryggja velferð lækna og fjölskyldna þeirra. Allir stjórnmálaflokkar landsins verða dæmdir út frá yfirlýsingum og gjörðum í aðdraganda verkfallsins og komandi þingkosninga, þar sem heilbrigðismál á Íslandi eru aftur í fyrsta sæti yfir helstu áherslumál kjósenda. Stjórnvöld eru hvött til að stíga inní núverandi samningaviðræður og gefa samninganefnd ríksins það umboð sem þarf, til að klára nýjan kjarasamning við Læknafélag Íslands. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun