Skoðun

Halló manneskja

Snorri Ásmundsson skrifar

Ég hef átt samtöl við fólk sumt sem maður hefur haldið að væri nokkuð vel gefið sem hallast að Ísrael og réttlætir gjörðir þeirra varðandi þjóðarmorðið. Réttlætingarnar eru óhuggnalegar og óþægilegar. Réttlætingar eins og,: Það gerast alltaf ljótir hlutir í stríðum, Palestínumenn hafa alltaf verið og munu alltaf vera til vandræða, Ísraelsmenn hafa rétt á að verja sig og mannstu 7. Október? Ég er ekki gyðingahatari þótt Shimon Samuels forstöðumaður alþjóðasamskipta Simon Wiesenthal Center haldi því fram. Ég á nokkra vini sem eru gyðingar og flestir eiga þó það sameiginlegt mér að vera andsnúnir Ísraelskum yfirvöldum. Ég vil helst ekki flokka fólk, hvorki gyðinga né aðra. Við erum öll manneskjur og jarðarbúar og sá flokkur nægir mér. Þriðja ríkið hélt út útrýmingarbúðum og myrtu gyðinga í stórum stíl og helför gyðinga varð ekki almenningi fullu ljóst fyrr en að loknu stríði. Ísraelsmenn á hinn bogin myrða saklausa borgara og stærstum hluta eru það konur og börn, í beinni útsendingu í gegn um samfélagsmiðla og þeir telja sig í fullum rétti og segjast vera í sjálfsvörn. Að drepa 16 þúsund börn telst sem sé sjálfsvörn að þeirra mati og fleirri, þar á meðal íslenskum stjórnvöldum. Mér ofbýður og mig skortir skilning á aðgerðarleysi umheimsins á hroðaverkum Ísraels og afsökunum sem þeir hafa til áframhaldandi hroðaverka. Ég vona að ný íslensk ríkisstjórn láti alþjóðasamfélagið heyra sína rödd og að hún krefjist refsingar til handa stríðsglæpamönnunum í Ísrael og Bandaríkjunum.

Höfundur er myndlistarmaður.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×