Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 12:47 Breki Karlsson segir að um svikastarfsemin hafi nú verið tilkynnt til lögreglu en í auglýsingar sínar stela hrapparnir myndum frá innanhússarkítektúr í Eistlandi og hótelherbergjum í Osló. vísir/vilhelm/skjáskot Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. „Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta: Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
„Við höfum frétt að hælisleitendur og flóttamenn, sem ekki þekkja vel til markaðarins, hafi lent í klóm þessara hrappa,“ segir Breki í samtali við Vísi. Hér er komið enn eitt dæmi um ófremdarástand sem nú ríkir á húsnæðis- og leigumarkaði sem óprúttnir svikahrappar vilja nýta sér. Heimta sérstakt umsóknargjald Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju hagstæðu leiguverði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda. Umræddir glæpamenn hafa fé uppúr krafsinu með þeim hætti að til þess að eiga þess kost að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 krónur. Breki segir að um sérdeilis ósvífna svikastarfsemi sé að ræða.vísir/egill „Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt,“ segir á heimasíðu samtakanna. Myndum stolið af innanhússarkítektúr og hótelum Þar kemur jafnframt fram að við leit komi í ljós að myndir sem eiga að vera af téðum leiguíbúðum í Reykjavík eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum. „Eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.“ Breki segir að þessi svikastarfsemi hafi þegar verið tilkynnt til lögreglunnar. Eitt dæmi um vafasama íbúð af þessu tagi má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá skjáskot af heimasíðu þar sem boðin er fram afskaplega hugguleg íbúð í miðborginni til leigu á sanngjörnu verði. En ekki er allt sem sýnist.skjáskot Breki segir að 220 þúsund króna leiga þyki reyfarakaup á leigumarkaði, sérstaklega ef íbúðin er búin sem þessi. „Því miður. Miðað við markaðinn og myndir af íbúðinni, það er hinni meintu leiguíbúð, þá þykir þetta góður prís.“ Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það sé meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins. Annað dæmi um svikasíðu gæti svo verið þetta:
Innflytjendamál Leigumarkaður Neytendur Lögreglumál Samfélagsmiðlar Húsnæðismál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira