Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 23:52 Megan Thee Stallion sló í gegn árið 2020 með plötunni Good News. Getty Images Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. TMZ greinir frá því að endanleg refsing verði ákveðin við síðara þinghald. Hann var sakfelldur fyrir alla ákæruliði; fyrir gáleysislega meðferð skotvopns, líkamsárás með skotvopni og fyrir að hafa borið hlaðið og óskráð skotvopn. Lanez skaut Megan Thee Stallion í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Vitni sögðu að hún hafi móðgað Lanez og gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans. Þá hafi Lanez skipað henni að „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Hann hefur ávallt neitað sök. Megan Thee Stallion segir Lanez hafa boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Hún greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og það skýrði sárin á fætinum. Fyrir dómi kvaðst hún upphaflega hafa logið til að byrja með vegna áhyggna af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Fjölmargir báru vitni fyrir dómstólum en aðalmeðferðin tók alls tvær vikur. Eins og fyrr segir taldi kviðdómurinn að sakfella ætti Tory Lanez. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
TMZ greinir frá því að endanleg refsing verði ákveðin við síðara þinghald. Hann var sakfelldur fyrir alla ákæruliði; fyrir gáleysislega meðferð skotvopns, líkamsárás með skotvopni og fyrir að hafa borið hlaðið og óskráð skotvopn. Lanez skaut Megan Thee Stallion í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Vitni sögðu að hún hafi móðgað Lanez og gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans. Þá hafi Lanez skipað henni að „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Hann hefur ávallt neitað sök. Megan Thee Stallion segir Lanez hafa boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Hún greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og það skýrði sárin á fætinum. Fyrir dómi kvaðst hún upphaflega hafa logið til að byrja með vegna áhyggna af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Fjölmargir báru vitni fyrir dómstólum en aðalmeðferðin tók alls tvær vikur. Eins og fyrr segir taldi kviðdómurinn að sakfella ætti Tory Lanez.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira