Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 15:30 Sprengjunni var kastað í íbúðina klukkan eitt í nótt. Myndin er frá vettvangi í Hraunbæ stuttu eftir að árásin var framin. Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni. Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17
Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44