Rúnar blæs á sögusagnirnar: „Það hefur enginn haft samband“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 17:33 Rúnar Kárason segist ekki kannast við það að vera að fara í lið á höfuðborgarsvæðinu að tímabili loknu. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla, segist ekki kannast við það að lið á höfuðborgarsvæðinu hafi haft samband við hann undanfarna daga. Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira