„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“ Snorri Másson skrifar 9. desember 2022 07:31 Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin. Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira