Tvöfalda þarf framlag Íslands til þróunarsamvinnu Hópur forsvarsmanna í Frjálsum félagasamtökum í þróunarsamvinnu skrifar 7. desember 2022 14:00 Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Félagasamtök Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar