Leikskólamálin á Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:31 Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun