Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 11:53 Mike Pence er sagður hyggja á mótframboð gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. AP/Lynne Sladky Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan. Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan.
Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira