40 ára afmæli mögnuðustu þingræðu sögunnar – Flokksræðið gegn fólkinu Eyjólfur Ármannsson skrifar 28. nóvember 2022 14:02 Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisauksjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna. Árið 1982 sat fjórflokkurinn á Alþingi. Í kosningum 1979 fékk Alþýðuflokkurinn 17,4% atkvæða (10 þingmenn), Alþýðubandalag 19,7% (11), Framsóknarflokkur 24,9% (17) Sjálfstæðisflokkur 35,4% (21) auk eins úr sérframboð. Eftir kosningarnar myndaði Gunnar Thoroddsen frá Sjálfstæðiflokki ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi með stuðning hluta þingflokks Sjálfstæðismanna. Þessarar ríkisstjórnar er helst minnst fyrir óðaverðbólgu og óstjórn í efnahagsmálum sem mátti rekja til vanmáttar stjórnarinnar og stjórnkerfisins að takast á við verðbólguna. Þetta var fyrir tíma evrunnar og íslensku krónunnar sem sökudólgs í gengismálum en Seðlabankinn felldi hana reglulega eftir pöntun valdakerfisins ef útgerð var illa stödd enda engin hagræðing og samruni innan greinarinnar á þessum tíma. Ræða Vilmundar var því flutt á óvissutímum í stjórn landsins. Sjálfur var Vilmundur að leggja gruninn að stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Eftir kosningarnar 1983 urðu flokkarnir á Alþingi sex, með Kvennalista (3) og Bandalag jafnaðarmanna (4) undir forystu Vilmundar, en hann dó áður en þing kom saman. Þegar hlustað er á ræðuna í dag 40 árum síðar er margt sem hljómar kunnuglega og mörg dæmin í ræðunni gætu átt við í dag. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Stjórnkerfinu lýsir Vilmundur sem forspilltu og flokkakerfinu sem þröngri og lokaðri lágkúru. Valdakerfið í landinu, hin þröngu og lokuðu flokksvöld – hin fölsku völd – hafi brugðist fólkinu í landinu. Eignatilfærsla þess tíma sé vegna heimatilbúinnar kreppu hins ónýta stjórnkerfis. Hljómar nokkuð kunnuglega! Vilmundur talar um nauðsyn á stjórnarskrárbreytingu og um stjórnskrárnefnd sem hafi starfað í 4 ár eða frá árinu 1978. Hann segir vinnu nefndarinnar litla og einskis virði, hún sé umskrift á nokkrum gömlum greinum stjórnarskrárinnar. Í stjórnarskrárnefndinni segir Vilmundur að sitji varðhundar valdsins, varðhundar hins þrönga flokksræðis sem hugsi um sjálfan sig og völd síns – völdin gegn fólkinu í landinu! Vilmundur segir sig og væntanleg samtök sín, Bandalag jafnaðarmanna, vera með skýrar tillögur í kjördæma- og stjórnarskrármálum sem varla eigi enn hljómgrunn í hinu skelfilega Alþingishúsi. Þær muni hins vegar eiga fylgi að fagna hjá fólkinu í landinu takist að brjótast framhjá varðhundum valdsins. Vilmundur leggur til að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu í tveimur umferðum og að landið verði eitt kjördæmi að því er taki til framkvæmdarvaldsins. Kjördæmaskipan verði hins vegar óbreytt að því er taki til löggjafarvaldsins, alþingismanna. Algerlega verði skilið á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Hlutverk Alþingis verði að setja almennar leikreglur og hafa eftirlit með að þeim sé fylgt. Þessi leið feli í sér að flokksvöldin, völd nokkurra hundraða manna og kvenna í svokölluðum stjórnarmálaflokkum, verði brotin upp. Lýðræðið verði gert virkt og beint, en ekki þröngt og lágkúrulegt flokksræði. Flokksvöldin gegnsýri allt samfélagið og verndi aðstöðu sérhagsmuna. Vilmundur Gylfason.Alþingi Í ræðunni kemur Vilmundur með dæmisögu sem segi mikla pólitíska sögu og sýni hagsmunavörslu valdakerfis sem standi framförum og frelsi fyrir þrifum. Sagan er um hið rammfalska kerfi verkalýðsfélaganna og hagsmunabaráttu þeirra, þar sem starfsfólk þeirra, án þess að ætla nokkuð illt, séu ekki fulltrúar fyrir neinn nema sjálft sig og sína hagsmuni. Minnist Vilmundur hér einnig á að einn helsti verkalýðsleiðtogi þess tíma gangi ekki erinda síns fólks í vaxtamálum. Alþingmenn segir Vilmundur í raun alla vera eins og þeir séu í raun ekki ósammála um neitt sem máli skiptir, munurinn sé aðeins sá að sumir séu ráðherrar en aðrir vilji verða ráðherrar. Vilmundur kemur með nokkrar sögur um hegðan hins samtryggða valdakerfisins, sem hann segir næfurþunnt og brothætt og samanstandi af nokkur hundruðum karla og kvenna. Þetta séu dæmisögur um aðferðirnar sem valdakerfið hafi til að halda uppreisnarmönnum niðri og gagnrýni úti. Vilmundur nefnir sem dæmi svörin sem hann fékk við fyrirspurn sinni til bankamálaráðherra um leiðréttingu vaxta sem átti að verða 1. mars 1980 samkvæmt lögum um vexti, svokölluð Ólafslög (lögin komu á verðtryggingu á Íslandi), en leiðréttingin hafði ekki verið gerð. Svör bankamálaráðherra við fyrirspurn Vilmundur um lögbrotið voru þau að fyrirspurnir væru hvimmleiðar og spiltu fyrir eðlilegum þingstörfum. Frétt RÚV um kvöldið um fyrirspurnina hafi síðan verið um að nauðsynlegt væri að endurskoða reglur um fyrirspurnir á Alþingi utan dagskrár. Svona dæmi segir Vilmundur að megi taka endalaust. Valdkerfið, með fullri þátttöku RÚV og flokksblaðanna, hæðist að allri gagnrýni og hún sé látin líta út sem gífuryrði og upphlaup. Vilmundur kallar Blaðamannafélag Íslands eina valddrusluna til. Hann segir hið þrönga flokksvald smjúga víða, m.a.s. á bókmenntasviðinu. Á Morgunblaðinu, hinu óupplýsta og þrönga flokksblaði, hafi verið ort hið fegursta ljóð sem Vilmundur flytur undir lok ræðu sinnar. Skáldið njóti hins vegar ekki sannmælis vegna stöðu sinnar. Athyglisvert er að í upphafi ræðunnar minnist Vilmundur á þunga undirstrauma í samfélaginu, hljóðláta og ákveðna uppreisn gegn hinu þrönga valdakerfi sem knýi á um breytingar. Við að hlusta á ræðu Vilmundar vakna spurningar um hvort eitthvað hafi breyst í íslensku stjórnkerfi á þeim 40 árum frá því ræðan var flutt? Afhverju hefur ekki verið tekið með beinu hætti á þeim stjórnkerfisvanda sem Vilmundur lýsir svo vel og kröftuglega í ræðu sinni? Er hann enn til staðar eða hefur breytt samfélag leyst hann fyrir okkur? Breytt samfélag hefur vissulega haft áhrif en eina kerfisbreytingin hefur verið stækkun kjördæma. Árið 1982 voru Íslendingar rúmlega 232.000. Árið 2022, 40 árum síðar, eru búa á Íslandi rúmlega 376.000 manns eða 144.000 (62%) fleiri íbúar. Í pælingum um það hvort eitthvað hafi breyst í íslensku samfélagi á þessu 40 árum varðandi þau atriði sem Vilmundur fjallar um í ræðu sinni koma upp í hugann orð núverandi Seðlabankastóra frá í fyrra, 2021, um að Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Einnig fræg ummæli Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins til 36 ára fyrir rannsóknarnefnd Alþingis um Hrunið fyrir rúmum tíu árum. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Núverandi forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi, er hún var spurð út í orð seðlabankastjóra, sagðist hún sakna þess að hann hefði ekki verið beðinn um dæmi um hagsmunahópana sem stjórni landinu að miklu leyti. Styrmir var spurður í blaðaviðtali 2017 hvort það hafi lengi við skoðun hans að þjóðfélagið sé ógeðslegt. „Ég var búinn að velta þessu fyrir mér sennilega í þrjátíu ár,“ sagði Styrmir. „Upp úr 1980 byrjaði ég að finna að þeir sem áttu erindi við mig upp á Morgunblaðið töluðu öðruvísi en ég hafði áður kynnst. Áður hafði ég kynnst hreinskiptnum umræðum, hvort sem um var að ræða skoðanabræður mína eða pólitíska andstæðinga. Nú fór ég að taka eftir því að menn voru að reka ákveðin erindi og töluðu eins og þeir töldu að ég vildi heyra.“ „Við erum svo fá og þekkjumst svo mikið. Návígið og fámennið hefur áhrif á okkur og það skapar meðvirkni. Þessir veikleikar í samfélagi okkar áttu þátt í hruninu. Verst er að við höfum ekki náð að læra af því. Það sem tókst í sambandi við hrunið var að ákveðin dómsmál voru kláruð. Annað hefur ekki verið klárað. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki gert upp sína stöðu.“Styrmir minnist einungis á fámennið sem skýringu en ekki á gildisleysið, sem er eitt það áhugaverðasta í hinum frægu ummælum. „Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt.“ Í viðtalinu segir Styrmir að stærsta verkefnið sem blasi við samfélaginu sé að koma böndum á hagsmunaöflin og ekki skorti hann dæmin. „Það verður að koma einhvers konar böndum á þau, þannig að það séu ekki hagsmunaaðilar sem segja þingi og ríkisstjórn fyrir verkum“. Við þurfum kannski að bíða í 40 ár eftir breytingum sem taka á því sem Vilmundur lýsir í ræðu sinni og við erum reglulega minnt á með einum eða öðrum hætti. Íslandsbankasalan í vor og mál ÍL-sjóðs eru þar á meðal. Eftir 40 ár verðum kannski enn að ræða stjórnarskrármálið og bíða eftir þeirri heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem okkur var lofað við lýðveldisstofnun 1944, fyrir tæpum 80 árum. Kannski bíðum við í önnur 40 ár til að heyra ræðu um sömu vandamál og þau sem Vilmundur Gylfason fjallaði um í magnaðri ræðu sinni á Alþingi 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum. Við getum að minnsta kosti hlustað á ræðu Vilmundar á 80 ára afmæli hennar og minnt okkur á hve lítið - eða kannski mikið - hefur breyst. Hér má heyra ræðu Vilmundar í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn byrjar á inngangi Hjálmars Sveinssonar í útvarpsþættinum Krossgötur á RÚV. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisauksjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna. Árið 1982 sat fjórflokkurinn á Alþingi. Í kosningum 1979 fékk Alþýðuflokkurinn 17,4% atkvæða (10 þingmenn), Alþýðubandalag 19,7% (11), Framsóknarflokkur 24,9% (17) Sjálfstæðisflokkur 35,4% (21) auk eins úr sérframboð. Eftir kosningarnar myndaði Gunnar Thoroddsen frá Sjálfstæðiflokki ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi með stuðning hluta þingflokks Sjálfstæðismanna. Þessarar ríkisstjórnar er helst minnst fyrir óðaverðbólgu og óstjórn í efnahagsmálum sem mátti rekja til vanmáttar stjórnarinnar og stjórnkerfisins að takast á við verðbólguna. Þetta var fyrir tíma evrunnar og íslensku krónunnar sem sökudólgs í gengismálum en Seðlabankinn felldi hana reglulega eftir pöntun valdakerfisins ef útgerð var illa stödd enda engin hagræðing og samruni innan greinarinnar á þessum tíma. Ræða Vilmundar var því flutt á óvissutímum í stjórn landsins. Sjálfur var Vilmundur að leggja gruninn að stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Eftir kosningarnar 1983 urðu flokkarnir á Alþingi sex, með Kvennalista (3) og Bandalag jafnaðarmanna (4) undir forystu Vilmundar, en hann dó áður en þing kom saman. Þegar hlustað er á ræðuna í dag 40 árum síðar er margt sem hljómar kunnuglega og mörg dæmin í ræðunni gætu átt við í dag. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Stjórnkerfinu lýsir Vilmundur sem forspilltu og flokkakerfinu sem þröngri og lokaðri lágkúru. Valdakerfið í landinu, hin þröngu og lokuðu flokksvöld – hin fölsku völd – hafi brugðist fólkinu í landinu. Eignatilfærsla þess tíma sé vegna heimatilbúinnar kreppu hins ónýta stjórnkerfis. Hljómar nokkuð kunnuglega! Vilmundur talar um nauðsyn á stjórnarskrárbreytingu og um stjórnskrárnefnd sem hafi starfað í 4 ár eða frá árinu 1978. Hann segir vinnu nefndarinnar litla og einskis virði, hún sé umskrift á nokkrum gömlum greinum stjórnarskrárinnar. Í stjórnarskrárnefndinni segir Vilmundur að sitji varðhundar valdsins, varðhundar hins þrönga flokksræðis sem hugsi um sjálfan sig og völd síns – völdin gegn fólkinu í landinu! Vilmundur segir sig og væntanleg samtök sín, Bandalag jafnaðarmanna, vera með skýrar tillögur í kjördæma- og stjórnarskrármálum sem varla eigi enn hljómgrunn í hinu skelfilega Alþingishúsi. Þær muni hins vegar eiga fylgi að fagna hjá fólkinu í landinu takist að brjótast framhjá varðhundum valdsins. Vilmundur leggur til að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu í tveimur umferðum og að landið verði eitt kjördæmi að því er taki til framkvæmdarvaldsins. Kjördæmaskipan verði hins vegar óbreytt að því er taki til löggjafarvaldsins, alþingismanna. Algerlega verði skilið á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Hlutverk Alþingis verði að setja almennar leikreglur og hafa eftirlit með að þeim sé fylgt. Þessi leið feli í sér að flokksvöldin, völd nokkurra hundraða manna og kvenna í svokölluðum stjórnarmálaflokkum, verði brotin upp. Lýðræðið verði gert virkt og beint, en ekki þröngt og lágkúrulegt flokksræði. Flokksvöldin gegnsýri allt samfélagið og verndi aðstöðu sérhagsmuna. Vilmundur Gylfason.Alþingi Í ræðunni kemur Vilmundur með dæmisögu sem segi mikla pólitíska sögu og sýni hagsmunavörslu valdakerfis sem standi framförum og frelsi fyrir þrifum. Sagan er um hið rammfalska kerfi verkalýðsfélaganna og hagsmunabaráttu þeirra, þar sem starfsfólk þeirra, án þess að ætla nokkuð illt, séu ekki fulltrúar fyrir neinn nema sjálft sig og sína hagsmuni. Minnist Vilmundur hér einnig á að einn helsti verkalýðsleiðtogi þess tíma gangi ekki erinda síns fólks í vaxtamálum. Alþingmenn segir Vilmundur í raun alla vera eins og þeir séu í raun ekki ósammála um neitt sem máli skiptir, munurinn sé aðeins sá að sumir séu ráðherrar en aðrir vilji verða ráðherrar. Vilmundur kemur með nokkrar sögur um hegðan hins samtryggða valdakerfisins, sem hann segir næfurþunnt og brothætt og samanstandi af nokkur hundruðum karla og kvenna. Þetta séu dæmisögur um aðferðirnar sem valdakerfið hafi til að halda uppreisnarmönnum niðri og gagnrýni úti. Vilmundur nefnir sem dæmi svörin sem hann fékk við fyrirspurn sinni til bankamálaráðherra um leiðréttingu vaxta sem átti að verða 1. mars 1980 samkvæmt lögum um vexti, svokölluð Ólafslög (lögin komu á verðtryggingu á Íslandi), en leiðréttingin hafði ekki verið gerð. Svör bankamálaráðherra við fyrirspurn Vilmundur um lögbrotið voru þau að fyrirspurnir væru hvimmleiðar og spiltu fyrir eðlilegum þingstörfum. Frétt RÚV um kvöldið um fyrirspurnina hafi síðan verið um að nauðsynlegt væri að endurskoða reglur um fyrirspurnir á Alþingi utan dagskrár. Svona dæmi segir Vilmundur að megi taka endalaust. Valdkerfið, með fullri þátttöku RÚV og flokksblaðanna, hæðist að allri gagnrýni og hún sé látin líta út sem gífuryrði og upphlaup. Vilmundur kallar Blaðamannafélag Íslands eina valddrusluna til. Hann segir hið þrönga flokksvald smjúga víða, m.a.s. á bókmenntasviðinu. Á Morgunblaðinu, hinu óupplýsta og þrönga flokksblaði, hafi verið ort hið fegursta ljóð sem Vilmundur flytur undir lok ræðu sinnar. Skáldið njóti hins vegar ekki sannmælis vegna stöðu sinnar. Athyglisvert er að í upphafi ræðunnar minnist Vilmundur á þunga undirstrauma í samfélaginu, hljóðláta og ákveðna uppreisn gegn hinu þrönga valdakerfi sem knýi á um breytingar. Við að hlusta á ræðu Vilmundar vakna spurningar um hvort eitthvað hafi breyst í íslensku stjórnkerfi á þeim 40 árum frá því ræðan var flutt? Afhverju hefur ekki verið tekið með beinu hætti á þeim stjórnkerfisvanda sem Vilmundur lýsir svo vel og kröftuglega í ræðu sinni? Er hann enn til staðar eða hefur breytt samfélag leyst hann fyrir okkur? Breytt samfélag hefur vissulega haft áhrif en eina kerfisbreytingin hefur verið stækkun kjördæma. Árið 1982 voru Íslendingar rúmlega 232.000. Árið 2022, 40 árum síðar, eru búa á Íslandi rúmlega 376.000 manns eða 144.000 (62%) fleiri íbúar. Í pælingum um það hvort eitthvað hafi breyst í íslensku samfélagi á þessu 40 árum varðandi þau atriði sem Vilmundur fjallar um í ræðu sinni koma upp í hugann orð núverandi Seðlabankastóra frá í fyrra, 2021, um að Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Einnig fræg ummæli Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins til 36 ára fyrir rannsóknarnefnd Alþingis um Hrunið fyrir rúmum tíu árum. „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Núverandi forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi, er hún var spurð út í orð seðlabankastjóra, sagðist hún sakna þess að hann hefði ekki verið beðinn um dæmi um hagsmunahópana sem stjórni landinu að miklu leyti. Styrmir var spurður í blaðaviðtali 2017 hvort það hafi lengi við skoðun hans að þjóðfélagið sé ógeðslegt. „Ég var búinn að velta þessu fyrir mér sennilega í þrjátíu ár,“ sagði Styrmir. „Upp úr 1980 byrjaði ég að finna að þeir sem áttu erindi við mig upp á Morgunblaðið töluðu öðruvísi en ég hafði áður kynnst. Áður hafði ég kynnst hreinskiptnum umræðum, hvort sem um var að ræða skoðanabræður mína eða pólitíska andstæðinga. Nú fór ég að taka eftir því að menn voru að reka ákveðin erindi og töluðu eins og þeir töldu að ég vildi heyra.“ „Við erum svo fá og þekkjumst svo mikið. Návígið og fámennið hefur áhrif á okkur og það skapar meðvirkni. Þessir veikleikar í samfélagi okkar áttu þátt í hruninu. Verst er að við höfum ekki náð að læra af því. Það sem tókst í sambandi við hrunið var að ákveðin dómsmál voru kláruð. Annað hefur ekki verið klárað. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki gert upp sína stöðu.“Styrmir minnist einungis á fámennið sem skýringu en ekki á gildisleysið, sem er eitt það áhugaverðasta í hinum frægu ummælum. „Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt.“ Í viðtalinu segir Styrmir að stærsta verkefnið sem blasi við samfélaginu sé að koma böndum á hagsmunaöflin og ekki skorti hann dæmin. „Það verður að koma einhvers konar böndum á þau, þannig að það séu ekki hagsmunaaðilar sem segja þingi og ríkisstjórn fyrir verkum“. Við þurfum kannski að bíða í 40 ár eftir breytingum sem taka á því sem Vilmundur lýsir í ræðu sinni og við erum reglulega minnt á með einum eða öðrum hætti. Íslandsbankasalan í vor og mál ÍL-sjóðs eru þar á meðal. Eftir 40 ár verðum kannski enn að ræða stjórnarskrármálið og bíða eftir þeirri heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem okkur var lofað við lýðveldisstofnun 1944, fyrir tæpum 80 árum. Kannski bíðum við í önnur 40 ár til að heyra ræðu um sömu vandamál og þau sem Vilmundur Gylfason fjallaði um í magnaðri ræðu sinni á Alþingi 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum. Við getum að minnsta kosti hlustað á ræðu Vilmundar á 80 ára afmæli hennar og minnt okkur á hve lítið - eða kannski mikið - hefur breyst. Hér má heyra ræðu Vilmundar í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn byrjar á inngangi Hjálmars Sveinssonar í útvarpsþættinum Krossgötur á RÚV. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar