„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2022 13:33 Bubbi er furðu lostinn vegna harðs dóms sem féll yfir ungum manni sem ræktaði 15 kannabisplöntur í íbúðarhúsi á Akureyri. Hann telur okkur á algjörum villigötum í stefnu í fíkniefnamálunum. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar. Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar.
Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00
Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09