Læknaskortur - nútímatækni eða fleiri hendur? Matthías Leifsson skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun