Læknaskortur - nútímatækni eða fleiri hendur? Matthías Leifsson skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar