„Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Andrew Bing skaut sex samstarfsmenn sína til bana og særði sex til viðbótar. AP Maðurinn sem skaut sex samstarfsmenn sína til bana í Walmart í Virginíu í Bandaríkjunum í vikunni, keypti byssuna sem hann notaði nokkrum klukkustundum áður. Hann skaut sex undirmenn sína til bana í versluninni og særði sex til viðbótar áður en hann svipti sig lífi. Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Hann skyldi eftir sig skilaboð í síma sínum þar sem hann sagði samstarfsmenn sína hafa hæðst að sér. Í þeim skilaboðum baðst hann afsökunar og sagðist ekki hafa skipulagt ódæðið. Hann sagðist leiddur áfram af kölska og bað guð um að fyrirgefa sér fyrir það sem hann ætlaði að gera. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa áreitt sig og taldi að þeir hefðu hakkað síma hans. Andre Bing var ekki á sakaskrá og hafði hann keypt sér skammbyssu skömmu áður með löglegum hætti. Vitni segja hann hafa gengið inn á kaffistofu verslunarinnar og skotið á fólk án viðvörunar. Fórnarlömb Bing voru þau Brian Pendleton (38), Kellie Pyle (52), Lorenzo Gamble (43), Randy Blevins (70), Tynek Johnson (22) og Fernando Chavez-Barron (16). Sex voru fluttir særðir á sjúkrahús en einn þeirra er sagður vera enn í alvarlegu ástandi. Fórnarlömb Bing.AP/Lögreglan í Cesapeake AP fréttaveitan hefur eftir öðrum samstarfsfélögum Bing að það hafi oft verið erfitt að vinna með honum og hann hafi verið þekktur fyrir að vera fjandsamlegur við undirmenn sína. Einn sem lifði árásina af sagði Bing hafa skotið nokkur af fórnarlömbum sínum ítrekað. „Hann hagaði sér eins og hann væri á veiðum,“ sagði Jessica Wilczewski við fréttaveituna. Hún sagði að hann hefði virst velja sérstaklega hvaða fólk hann ætlaði að myrða. Þegar skothríðin hófst faldi hún sig undir borði en Bing fann hana. Hann sagði henni að koma undan borðin en hún segir að þegar Bing sá hver hún var hafi hann sagt henni að fara heim og sleppt henni. „Farðu heim Jessica,“ mun Bing hafa sagt við hana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Um tíu látnir eftir skothríð verslunarstjóra Walmart í Virginíu Allt að tíu eru látnir eftir að maður hóf skothríð inni í Walmart-verslun í Virginíu í Bandaríkjunum í nótt. Erlendir fjölmiðlar segja að talið sé að árásarmaðurinn sé verslunarstjóri verslunarinnar. 23. nóvember 2022 06:49