Hvernig viljum við eldast? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2022 15:00 Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár. Eins, samt ekki, grásprengdir lokkar, lesgleraugu og broshrukkur - pínu eins og þroskaður ostur. Það er ekki auðvelt að ræða um öldrun og fylgifiska hennar, þrátt fyrir að öldrun sé jafn mikill partur af lífinu eins og fæðing barns. Við komumst flest, fyrst í tæri við öldrun, í gegnum ömmur og afa, síðan foreldra og að lokum á eigin skinni. Upplifun flestra er neikvæð. Það getur verið erfitt að finna færni minnka, leita að nýjum tilgangi eftir að fjölskyldu- og vinnuskyldur hætta. Þreifa sig áfram í lífinu eftir vinnu. Við sem samfélag þurfum að breyta þessu viðhorfi. Öldrun er ekki endalok. Öldrun opnar ný tækifæri. Öldrun er framtíðin. Öldrun opnar á ný tækifæri Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Hlutfall þeirra sem eru eldri en 85 ára byrjar ekki að aukast fyrr en árið 2025 en er áfram innan við 3%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Aldursvæn borg framtíðar Við þurfum að taka samtalið fyrr á æviskeiðinu, opna umræðuna og spyrja: Hvernig samfélag viljum við eldast í? Hvernig viljum við eldast? Hvernig viljum við búa? Hvaða lífsgæði viljum við hafa? Við þurfum að gera öldrun að jafn sjálfsögðum hlut og aðrir áfangasigrar í lífinu. Við viljum öll eldast, eiga heilbrigða öldrun og því er mikilvægt að taka samtalið fyrr á ævinni. Reykjavíkurborg er á sínu mesta uppbyggingaskeiði. Ný hverfi verða til, byggð og borgarsamfélag er hægt er að móta að þörfum framtíðar. Hvar liggja tækifærin? Kannski í styrkleika blandaðrar byggðar til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmannaleikanum? Eða getum við nýtt íþróttamannvirki og græn svæði til heilsueflingar og útivistar - nært á sama tíma félagslegar, andlegar og líkamlegar þarfir og fyrir vikið búið lengur heima. Liggja sóknarfæri í velferðatækni þar sem fylgist er með lyfjagjöfum og lífsmörkum úr fjarlægð? Nú eða í samþættingu þjónustu með því að hugsa út fyrir rammann og aðlaga þjónustu betur að breyttum þörfum. Sjáumst í fyrramálið í Gerðubergi Á morgun, 25. nóvember, heldur velferðaráð opin fund um öldrunarmál i í Gerðubergi milli kl. 9:00-10:15. Mikilvægt samtal um málefni eldra fólks í borginni og ólík sjónarhorn kynnt. Opnum umræðuna, sjáumst í fyrramálið og tökum samtalið. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun