Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 13:39 Nicholas Rossi fyrir utan dómshús í Edinborg. AP/Jane Barlow Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna. Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna.
Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira