Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. nóvember 2022 19:49 Telma Tómasson, fréttamaður (t.v.) og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Ef litið er til talna hjá AP má sjá að Demókratar hafa tryggt sér 176 sæti og Repúblikanar 204 í fulltrúadeildinni. Mjórra er á munum í baráttunni um öldungadeildina, þar hafa Demókratar tryggt sér 48 sæti og Repúblikanar 49. Þar þurfa Repúblikanar að ná 51 sæti til þess að ná meirihluta en Demókratar 50 þar sem varaforsetinn er að þessu sinni Demókrati. Telma Tómasson, fréttamaður okkar ræddi við Silju um stöðuna nú í kvöldfréttum. Það lítur út fyrir að Demókratar haldi velli í öldungadeildinni, telst það mikill sigur fyrir þau og Biden? „Já þetta er í raun og veru mjög óvæntur og mikill árangur. Öldungadeildin var alltaf frekar tæp en það að halda 50 jafnvel fara upp í 51, það er betri árangur heldur en ég held að flestir hafi búist við. Með síðan þeim svona varnarsigri að missa ekki meira úr fulltrúadeildinni, það er mjög óvenjulegt og það er mjög fáheyrt líka að minnihlutinn, flokkurinn í stjórnarandstöðu nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Sérstaklega þegar forseti er jafn óvinsæll eins og Biden er þannig að Biden held ég að hljóti að fagna varnarsigri í dag,“ sagði Silja Bára. Svo er það Donald Trump, hvað segja þessar niðurstöður um hugsanlegt framboð hans og sigurlíkur ef það gengur eftir? „Það virðist vera sem að Trump hafi í raun og veru laskað framboð Repúblikana mjög víða. Það eru kandídatar sem hann studdi og í raun og veru kom í framboð í gegnum prófkjör flokksins sem að eru að tapa, til dæmis í Pennsylvaníu. Þannig að það er líklegt að það verði horft kannski aðeins öðruvísi á hann heldur en hefur verið gert oft áður,“ sagði Silja Bára. Í kvöldfréttum kom fram að getgátur væru uppi um það að Repúblikaninn Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sem hlaut endurkjör í kosningunum, myndi bjóða sig fram til forseta. Jafnvel gegn Donald Trump sjálfum. Silja segir greinilegt að Trump sé hræddur við það að DeSantis fari á móti honum, hann óttist að tapa. „En hvort að Trump kostar flokkinn í raun og veru meira í næstu kosningum heldur en hann hefur fram að færa, það er stóra spurningin,“ segir Silja Bára að lokum. Hér að ofan má sjá viðtalið við Silju en það hefst á 02:15. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55 „Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Ef litið er til talna hjá AP má sjá að Demókratar hafa tryggt sér 176 sæti og Repúblikanar 204 í fulltrúadeildinni. Mjórra er á munum í baráttunni um öldungadeildina, þar hafa Demókratar tryggt sér 48 sæti og Repúblikanar 49. Þar þurfa Repúblikanar að ná 51 sæti til þess að ná meirihluta en Demókratar 50 þar sem varaforsetinn er að þessu sinni Demókrati. Telma Tómasson, fréttamaður okkar ræddi við Silju um stöðuna nú í kvöldfréttum. Það lítur út fyrir að Demókratar haldi velli í öldungadeildinni, telst það mikill sigur fyrir þau og Biden? „Já þetta er í raun og veru mjög óvæntur og mikill árangur. Öldungadeildin var alltaf frekar tæp en það að halda 50 jafnvel fara upp í 51, það er betri árangur heldur en ég held að flestir hafi búist við. Með síðan þeim svona varnarsigri að missa ekki meira úr fulltrúadeildinni, það er mjög óvenjulegt og það er mjög fáheyrt líka að minnihlutinn, flokkurinn í stjórnarandstöðu nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Sérstaklega þegar forseti er jafn óvinsæll eins og Biden er þannig að Biden held ég að hljóti að fagna varnarsigri í dag,“ sagði Silja Bára. Svo er það Donald Trump, hvað segja þessar niðurstöður um hugsanlegt framboð hans og sigurlíkur ef það gengur eftir? „Það virðist vera sem að Trump hafi í raun og veru laskað framboð Repúblikana mjög víða. Það eru kandídatar sem hann studdi og í raun og veru kom í framboð í gegnum prófkjör flokksins sem að eru að tapa, til dæmis í Pennsylvaníu. Þannig að það er líklegt að það verði horft kannski aðeins öðruvísi á hann heldur en hefur verið gert oft áður,“ sagði Silja Bára. Í kvöldfréttum kom fram að getgátur væru uppi um það að Repúblikaninn Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sem hlaut endurkjör í kosningunum, myndi bjóða sig fram til forseta. Jafnvel gegn Donald Trump sjálfum. Silja segir greinilegt að Trump sé hræddur við það að DeSantis fari á móti honum, hann óttist að tapa. „En hvort að Trump kostar flokkinn í raun og veru meira í næstu kosningum heldur en hann hefur fram að færa, það er stóra spurningin,“ segir Silja Bára að lokum. Hér að ofan má sjá viðtalið við Silju en það hefst á 02:15.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55 „Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18
Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55
„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01