Rangfærsluþrenna Diljár Mistar Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 8. nóvember 2022 13:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið umtalsvert í almennri umræðu undanfarin misseri. Hvort sem þar er um að ræða landsfund flokksins, brottvísanir eða umdeild lagafrumvörp. Því miður virðist stefnan vera sú að staðreyndir þeirra mála sem þau leggja fram skipti ekki máli. Þannig verði 2+2 allt í einu 5. Einungis vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn segir það. Höfum það hugfast að hugarheimur sjálfstæðismanna og raunveruleikinn eru tveir óskildir hlutir. Ég geri þær kröfur á þingmenn, alla þingmenn, sama fyrir hvaða flokk þau eru eða hvaða stefnu þau leggja áherslu á, að þau fari með rétt mál. Að þau kynni sér málin og leggi áherslu á að fara satt og rétt með þau málefni sem þau bera fram. Upplýsingaóreiða hefur leikið okkur grátt og gerir en og voðinn er vís ef kjörnir fulltrúar ætla að taka þátt í þeirri vegferð. Mig langar í því samhengi að svara nokkrum ósönnum fullyrðingum sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Diljá Mist Einarsdóttir, hefur haldið fram undanfarið um verkalýðshreyfinguna. Ég starfa innan verkalýðshreyfingarinnar og þekki því málin ágætlega. Þann 26. október síðastliðinn skrifaði Diljá Mist grein á vísi sem bar fyrirsögnina „Hverjir gæta hagsmuna launafólks?“. Þar reynir hún að gera lítið úr sjónarmiðum Orra Páls Jóhannssonar með ýmsum hætti. Ef við lítum aðeins á þennan málflutning þá segir Orri Páll að atvinnurekendur geti kosið að ráða einungis til sín starfsfólk sem standi utan stéttarfélaga. Við þetta hefur Diljá það að athuga að „Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.”“ Þetta lýsir mjög vel því þekkingarleysi sem er til staðar innan Sjálfstæðisflokksins á raunum verkalýðshreyfingarinnar. Það breytir litlu þó þessi lagagrein sé inni. Atvinnurekendur upp til hópa hafa ítrekað sýnt að þeir virða lög og kjarasamninga ekki nema að takmörkuðu leiti. Launaþjófnaður er líka óheimill, samt sjáum við það gerast ítrekað og án nokkurra viðurlaga, hvers vegna ætti það að vera öðruvísi með stéttarfélagsaðildina? Við sjáum þetta ítrekað sem störfum t.d. við vinnustaðaeftirlit. Hér fer ekki saman hljóð og mynd hjá þingmanninum. Því næst snýr Dilja sér að sjúkrasjóðum stéttarfélaganna, sem hafa hjálpað ófáum launamanninum. Hún heldur því fram að: „ Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans.“ Þetta er en og aftur rangfærsla hjá þingmanninum. Í mínu starfi afgreiði ég meðal annars umsóknir í sjúkrasjóð. Sú fullyrðing að launamaður sem greitt er af í sjúkrasjóð en standi utan stéttarfélaga, sé hafnað um þjónustu er röng og beinlýnis hættuleg rangfærsla. Mig langar að nýta tækifærið og leiðrétta þetta, því staðreyndin er sú að sé gjöldum skilað af launamanni til stéttarfélags þá fær hann þjónustu, þar á meðal úr sjúkrasjóð. Ég hef aldrei í mínu starfi neitað að aðstoða félagsmann, sem sannarlega er greitt af á grundvelli þess að hann kjósi að standa utan stéttarfélags og það hafa kollegar mínir ekki gert heldur. Að lokum langar mig að koma inn á orð Diljár í Bítinu á Bylgjunni nú í dag, þann 8.nóvember. Þar heldur Diljá því fram, með dyggri aðstoð þáttarstjórnenda að verkalýðshreyfingin sé á einhvern hátt ábyrg fyrir því að hér sé skortur á vinnuafli og vísar þar til atvinnuleyfa og að verkalýðshreyfingin hafi lokað á atvinnuleyfi þeirra sem koma utan EES. Eina aðkoma Verkalýðshreyfingarinnar að atvinnuleyfum er að veita umsögn til vinnumálastofnunar. Ég hef í mínu starfi veitt umsögn um tugi atvinnuleyfa og í öllum tilfellum hef ég veitt jákvæða umsögn. Aftur á móti þurfa verkalýðsfélögin að eyða ótrúlegri orku í eftirfylgni eftir að atvinnuleyfi hafa verið veitt, vegna þess að atvinnurekendur þeirra starfsmanna sem veitt er atvinnuleyfið nýta sér í nokkrum tilfellum viðkvæma stöðu þessa fólks og brýtur á réttindum þeirra. Ég starfa innan verkalýðshreyfingarinnar og ég veit þetta. Ég vinn að þessum málefnum daglega og get veitt góða, rétta og faglega innsýn inn í þessi mál. Eitthvað sem enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist vera fær um. Þegar ég fer til læknis fer ég ekki að leiðbeina honum hvernig á að sauma, taka blóð eða sprauta, enda er ég ekki læknir. Að sama skapi er fáránlegt að þingmenn sem hafa aldrei komið nálægt starfsemi verkalýðsfélaga né hafa á þeim gripsvit, reyni að færa okkur á borð tillögur að betri verkalýðshreyfingu, sem stenst svo enga skoðun. Ég mælist til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggi sig fram við að kynna sér málin betur, fara með rétt mál og liðsinna lýðræðinu í því að sporna við upplýsingaóreiðu, ekki kynda undir hana. Höfundur er fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið umtalsvert í almennri umræðu undanfarin misseri. Hvort sem þar er um að ræða landsfund flokksins, brottvísanir eða umdeild lagafrumvörp. Því miður virðist stefnan vera sú að staðreyndir þeirra mála sem þau leggja fram skipti ekki máli. Þannig verði 2+2 allt í einu 5. Einungis vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn segir það. Höfum það hugfast að hugarheimur sjálfstæðismanna og raunveruleikinn eru tveir óskildir hlutir. Ég geri þær kröfur á þingmenn, alla þingmenn, sama fyrir hvaða flokk þau eru eða hvaða stefnu þau leggja áherslu á, að þau fari með rétt mál. Að þau kynni sér málin og leggi áherslu á að fara satt og rétt með þau málefni sem þau bera fram. Upplýsingaóreiða hefur leikið okkur grátt og gerir en og voðinn er vís ef kjörnir fulltrúar ætla að taka þátt í þeirri vegferð. Mig langar í því samhengi að svara nokkrum ósönnum fullyrðingum sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Diljá Mist Einarsdóttir, hefur haldið fram undanfarið um verkalýðshreyfinguna. Ég starfa innan verkalýðshreyfingarinnar og þekki því málin ágætlega. Þann 26. október síðastliðinn skrifaði Diljá Mist grein á vísi sem bar fyrirsögnina „Hverjir gæta hagsmuna launafólks?“. Þar reynir hún að gera lítið úr sjónarmiðum Orra Páls Jóhannssonar með ýmsum hætti. Ef við lítum aðeins á þennan málflutning þá segir Orri Páll að atvinnurekendur geti kosið að ráða einungis til sín starfsfólk sem standi utan stéttarfélaga. Við þetta hefur Diljá það að athuga að „Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.”“ Þetta lýsir mjög vel því þekkingarleysi sem er til staðar innan Sjálfstæðisflokksins á raunum verkalýðshreyfingarinnar. Það breytir litlu þó þessi lagagrein sé inni. Atvinnurekendur upp til hópa hafa ítrekað sýnt að þeir virða lög og kjarasamninga ekki nema að takmörkuðu leiti. Launaþjófnaður er líka óheimill, samt sjáum við það gerast ítrekað og án nokkurra viðurlaga, hvers vegna ætti það að vera öðruvísi með stéttarfélagsaðildina? Við sjáum þetta ítrekað sem störfum t.d. við vinnustaðaeftirlit. Hér fer ekki saman hljóð og mynd hjá þingmanninum. Því næst snýr Dilja sér að sjúkrasjóðum stéttarfélaganna, sem hafa hjálpað ófáum launamanninum. Hún heldur því fram að: „ Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans.“ Þetta er en og aftur rangfærsla hjá þingmanninum. Í mínu starfi afgreiði ég meðal annars umsóknir í sjúkrasjóð. Sú fullyrðing að launamaður sem greitt er af í sjúkrasjóð en standi utan stéttarfélaga, sé hafnað um þjónustu er röng og beinlýnis hættuleg rangfærsla. Mig langar að nýta tækifærið og leiðrétta þetta, því staðreyndin er sú að sé gjöldum skilað af launamanni til stéttarfélags þá fær hann þjónustu, þar á meðal úr sjúkrasjóð. Ég hef aldrei í mínu starfi neitað að aðstoða félagsmann, sem sannarlega er greitt af á grundvelli þess að hann kjósi að standa utan stéttarfélags og það hafa kollegar mínir ekki gert heldur. Að lokum langar mig að koma inn á orð Diljár í Bítinu á Bylgjunni nú í dag, þann 8.nóvember. Þar heldur Diljá því fram, með dyggri aðstoð þáttarstjórnenda að verkalýðshreyfingin sé á einhvern hátt ábyrg fyrir því að hér sé skortur á vinnuafli og vísar þar til atvinnuleyfa og að verkalýðshreyfingin hafi lokað á atvinnuleyfi þeirra sem koma utan EES. Eina aðkoma Verkalýðshreyfingarinnar að atvinnuleyfum er að veita umsögn til vinnumálastofnunar. Ég hef í mínu starfi veitt umsögn um tugi atvinnuleyfa og í öllum tilfellum hef ég veitt jákvæða umsögn. Aftur á móti þurfa verkalýðsfélögin að eyða ótrúlegri orku í eftirfylgni eftir að atvinnuleyfi hafa verið veitt, vegna þess að atvinnurekendur þeirra starfsmanna sem veitt er atvinnuleyfið nýta sér í nokkrum tilfellum viðkvæma stöðu þessa fólks og brýtur á réttindum þeirra. Ég starfa innan verkalýðshreyfingarinnar og ég veit þetta. Ég vinn að þessum málefnum daglega og get veitt góða, rétta og faglega innsýn inn í þessi mál. Eitthvað sem enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist vera fær um. Þegar ég fer til læknis fer ég ekki að leiðbeina honum hvernig á að sauma, taka blóð eða sprauta, enda er ég ekki læknir. Að sama skapi er fáránlegt að þingmenn sem hafa aldrei komið nálægt starfsemi verkalýðsfélaga né hafa á þeim gripsvit, reyni að færa okkur á borð tillögur að betri verkalýðshreyfingu, sem stenst svo enga skoðun. Ég mælist til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggi sig fram við að kynna sér málin betur, fara með rétt mál og liðsinna lýðræðinu í því að sporna við upplýsingaóreiðu, ekki kynda undir hana. Höfundur er fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun