Flestir eru þakklátir fyrir fjölskylduna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 1. nóvember 2022 07:00 Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar