Einelti tekið á sálfræðinni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 24. október 2022 14:01 Þegar ég var í framhaldssnámi í sálfræði skrifaði ég ritgerð um leiðir sálfræðinnar til að uppræta einelti. Ég lá yfir rannsóknum á sviðinu og varð nokkurs vísari. Þegar ég heyri af alvarlegum eineltismálum spyr ég mig hvort þessi þekking hafi komist til skila. Mér er málið hugleikið því margir sem leita sér meðferðar við kvíða og þunglyndi á fullorðinsárum hafa orðið fyrir einelti í æsku. Þeir sem leggja aðra í einelti eru auk þess líklegri en aðrir að leiðast út í vímuefnaneyslu og afbrot. Tilhneigingin til að ganga á rétt annarra heldur áfram að verða mörgum þeirra til óþurftar fram á fullorðinsár. Á grundvelli þess sem ég hef lært, meðal annars af skrifum Dans Olweusar, miklum fræðimanni á sviðinu, fara hér fimm ráð til að draga úr einelti. Margir skólar og foreldrar eru vafalaust til fyrirmyndar í þessum efnum en þó er iðulega svigrúm til framfara. 1. Skýr stefna skólans Skóli þarf að marka sér skýra stefnu í eineltismálum og kynna stefnuna fyrir foreldrum. Mikilvægt er að einn einstaklingur innan skólans beri ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt og fundi reglulega með eineltisteymi skólans. Teymið kemur kennurunum til aðstoðar þegar upp koma eineltismál, fylgir málum eftir og metur árangurinn. Umbuna þarf kennurum fyrir að leggja á sig aukna vinnu á þessu sviði. Annars er hætt við að þeir gefist smám saman upp á því að vinna þetta markvisst enda hafa þeir í mörg horn að líta. 2. Kannanir meðal nemenda Innan við helmingur nemenda sem lagður er í einelti greinir fullorðnum frá ástandinu. Því er mikilvægt að leggja nafnlausar kannanir fyrir með reglulegu millibili þar sem nemendur eru beðnir um að tilgreina gerendur og þolendur eineltis. Nemendur þurfa að geta treyst því að svörin verði ekki rakin til þeirra persónulega. 3. Bekkjarreglur um einelti Skynsamlegt er að kennarar og nemendur koma sér saman um örfáar reglur um einelti í bekknum. Dæmi um slíkar reglur sem eru: Við leggjum aðra nemendur ekki í einelti. Við hjálpum nemendum sem lagðir eru í einelti. Við sjáum til þess að enginn sé skilinn út undan. Mikilvægt er að reglurnar taki líka á óbeinu einelti, sem sé útilokun frá hópnum. Nemendur mega gjarnan taka þátt í því að ákvarða viðurlög við brot á reglunum. Viðurlögin þurfa að hafa tilætluð áhrif, þ.e. vera eitthvað sem nemendum þykir virkilega leiðinlegt eins að sitja fyrir framan skrifstofu skólastjóra í frímínútum eða sitja kennslustund með yngri nemendum. Mikilvægt er að hluti viðurlaga sé að foreldrar verði upplýstir um stöðuna svo þeir fá færi á að taka á málum heima fyrir. Fylgja þarf viðurlögum eftir í öllum tilvikum, að öðrum kosti læra menn að ekkert sé að marka hótanirnar. Gerendur þurfa nefnilega sjaldnast að taka afleiðingum eineltisins og finnst oft að eineltið styrki stöðu þeirra meðal félaga, auki sjálftraust þeirra og dragi úr neikvæðni annarra í garð þeirra. Þeir fá oft athygli, aðdáun og óttablandna virðingu félaganna, auk þeirra forréttinda sem því fylgir að vera foringjar hópsins. Því er kjarninn í flestum inngripum við einelti að fyrirbyggja að gerendum sé umbunað með þessum hætti fyrir eineltið. Koma þarf þeim skilaboðum áleiðis að það sé „zero tolerance“ fyrir einelti. 4. Æskileg hegðun styrkt Fræða þarf börn og unglinga um afleiðingar eineltis því þau hafa ekki þroskann til að skilja til fulls afleiðingar eigin gjörða. Þetta má gera með því að sýna myndbönd í tímum um einelti og ræða eftir á. Koma þarf því til skila að það grípa ekki inn í einelti sé þátttaka í eineltinu. Æfa má með hlutverkaleikum hvað eigi að gera og segja þegar orðið er vitni að einelti en við líklega er að fólk bregðast rétt við hafi það æft það fyrirfram. Svo þarf að verða þolendum eineltis úti um bandamenn innan skólans. Er þá samið við nokkra nemendur sem hafa sterka félagslega stöðu að standa með viðkomandi þegar á reynir. Hrósa þarf nemendum markvisst fyrir vingjarnlega og hjálplega hegðun og fyrir að fylgja bekkjarreglunum, til dæmis að eiga frumkvæði að því að draga einangraða nemendur inn í leikinn. Til dæmis má láta nemendur halda dagbók þar sem þeir skrá hjá sér það sem þeir eru stoltir af í samskiptum yfir daginn, og fá svo hrós fyrir. Sérlega mikilvægt er að hrósa árásargjörnum nemendum fyrir að bregðast ekki við með einelti í aðstæðum þar sem þeir gera það venjulega. 5. Viðbrögð foreldra Við foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og þurfum að varast að fara í vörn verði þau uppvís að einelti. Sýna þarf í verki að slík hegðun verði ekki liðin, hafi afleiðingar og að við stöndum með skólanum í agamálum. Mikilvægt er að ræða áhrif eineltis því þeir sem leggja í einelti geta átt erfitt með að setja sig í spor annarra. Við þurfum sjálf að vera góð fyrirmynd og styrkja vingjarnlega og hjálplega hegðun. Sérlega mikilvægt að hafa eftirlit með því sem börnin okkar gera því að því meira sem eftirlitið er, hvort sem um ræðir á skólalóð eða á netmiðlum, því minna er eineltið. Veltu því fyrir þér hvort þú setir skjátíma viðunandi mörk og fylgist með því sem börnin þín gera þar. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að börnin okkar geta sætt einelti eða lagt aðra í einelti án þess að við höfum hugmynd um það. Þess ber einnig að geta að skilin milli gerenda og þolenda geta verið óljós því sumir þeirra sem leggja í einelti hafa sjálfir orðið fyrir einelti og öfugt. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var í framhaldssnámi í sálfræði skrifaði ég ritgerð um leiðir sálfræðinnar til að uppræta einelti. Ég lá yfir rannsóknum á sviðinu og varð nokkurs vísari. Þegar ég heyri af alvarlegum eineltismálum spyr ég mig hvort þessi þekking hafi komist til skila. Mér er málið hugleikið því margir sem leita sér meðferðar við kvíða og þunglyndi á fullorðinsárum hafa orðið fyrir einelti í æsku. Þeir sem leggja aðra í einelti eru auk þess líklegri en aðrir að leiðast út í vímuefnaneyslu og afbrot. Tilhneigingin til að ganga á rétt annarra heldur áfram að verða mörgum þeirra til óþurftar fram á fullorðinsár. Á grundvelli þess sem ég hef lært, meðal annars af skrifum Dans Olweusar, miklum fræðimanni á sviðinu, fara hér fimm ráð til að draga úr einelti. Margir skólar og foreldrar eru vafalaust til fyrirmyndar í þessum efnum en þó er iðulega svigrúm til framfara. 1. Skýr stefna skólans Skóli þarf að marka sér skýra stefnu í eineltismálum og kynna stefnuna fyrir foreldrum. Mikilvægt er að einn einstaklingur innan skólans beri ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt og fundi reglulega með eineltisteymi skólans. Teymið kemur kennurunum til aðstoðar þegar upp koma eineltismál, fylgir málum eftir og metur árangurinn. Umbuna þarf kennurum fyrir að leggja á sig aukna vinnu á þessu sviði. Annars er hætt við að þeir gefist smám saman upp á því að vinna þetta markvisst enda hafa þeir í mörg horn að líta. 2. Kannanir meðal nemenda Innan við helmingur nemenda sem lagður er í einelti greinir fullorðnum frá ástandinu. Því er mikilvægt að leggja nafnlausar kannanir fyrir með reglulegu millibili þar sem nemendur eru beðnir um að tilgreina gerendur og þolendur eineltis. Nemendur þurfa að geta treyst því að svörin verði ekki rakin til þeirra persónulega. 3. Bekkjarreglur um einelti Skynsamlegt er að kennarar og nemendur koma sér saman um örfáar reglur um einelti í bekknum. Dæmi um slíkar reglur sem eru: Við leggjum aðra nemendur ekki í einelti. Við hjálpum nemendum sem lagðir eru í einelti. Við sjáum til þess að enginn sé skilinn út undan. Mikilvægt er að reglurnar taki líka á óbeinu einelti, sem sé útilokun frá hópnum. Nemendur mega gjarnan taka þátt í því að ákvarða viðurlög við brot á reglunum. Viðurlögin þurfa að hafa tilætluð áhrif, þ.e. vera eitthvað sem nemendum þykir virkilega leiðinlegt eins að sitja fyrir framan skrifstofu skólastjóra í frímínútum eða sitja kennslustund með yngri nemendum. Mikilvægt er að hluti viðurlaga sé að foreldrar verði upplýstir um stöðuna svo þeir fá færi á að taka á málum heima fyrir. Fylgja þarf viðurlögum eftir í öllum tilvikum, að öðrum kosti læra menn að ekkert sé að marka hótanirnar. Gerendur þurfa nefnilega sjaldnast að taka afleiðingum eineltisins og finnst oft að eineltið styrki stöðu þeirra meðal félaga, auki sjálftraust þeirra og dragi úr neikvæðni annarra í garð þeirra. Þeir fá oft athygli, aðdáun og óttablandna virðingu félaganna, auk þeirra forréttinda sem því fylgir að vera foringjar hópsins. Því er kjarninn í flestum inngripum við einelti að fyrirbyggja að gerendum sé umbunað með þessum hætti fyrir eineltið. Koma þarf þeim skilaboðum áleiðis að það sé „zero tolerance“ fyrir einelti. 4. Æskileg hegðun styrkt Fræða þarf börn og unglinga um afleiðingar eineltis því þau hafa ekki þroskann til að skilja til fulls afleiðingar eigin gjörða. Þetta má gera með því að sýna myndbönd í tímum um einelti og ræða eftir á. Koma þarf því til skila að það grípa ekki inn í einelti sé þátttaka í eineltinu. Æfa má með hlutverkaleikum hvað eigi að gera og segja þegar orðið er vitni að einelti en við líklega er að fólk bregðast rétt við hafi það æft það fyrirfram. Svo þarf að verða þolendum eineltis úti um bandamenn innan skólans. Er þá samið við nokkra nemendur sem hafa sterka félagslega stöðu að standa með viðkomandi þegar á reynir. Hrósa þarf nemendum markvisst fyrir vingjarnlega og hjálplega hegðun og fyrir að fylgja bekkjarreglunum, til dæmis að eiga frumkvæði að því að draga einangraða nemendur inn í leikinn. Til dæmis má láta nemendur halda dagbók þar sem þeir skrá hjá sér það sem þeir eru stoltir af í samskiptum yfir daginn, og fá svo hrós fyrir. Sérlega mikilvægt er að hrósa árásargjörnum nemendum fyrir að bregðast ekki við með einelti í aðstæðum þar sem þeir gera það venjulega. 5. Viðbrögð foreldra Við foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og þurfum að varast að fara í vörn verði þau uppvís að einelti. Sýna þarf í verki að slík hegðun verði ekki liðin, hafi afleiðingar og að við stöndum með skólanum í agamálum. Mikilvægt er að ræða áhrif eineltis því þeir sem leggja í einelti geta átt erfitt með að setja sig í spor annarra. Við þurfum sjálf að vera góð fyrirmynd og styrkja vingjarnlega og hjálplega hegðun. Sérlega mikilvægt að hafa eftirlit með því sem börnin okkar gera því að því meira sem eftirlitið er, hvort sem um ræðir á skólalóð eða á netmiðlum, því minna er eineltið. Veltu því fyrir þér hvort þú setir skjátíma viðunandi mörk og fylgist með því sem börnin þín gera þar. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að börnin okkar geta sætt einelti eða lagt aðra í einelti án þess að við höfum hugmynd um það. Þess ber einnig að geta að skilin milli gerenda og þolenda geta verið óljós því sumir þeirra sem leggja í einelti hafa sjálfir orðið fyrir einelti og öfugt. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun