Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 09:02 Á RT-sjónvarpsstöðinni er rekinn áróður fyrir stríði Rússa í Úkraínu. Ummæli þáttastjórnanda þar um að drekkja börnum í síðustu viku þóttu fara yfir strikið, jafnvel hjá rússneskum yfirvöldum. Vísir/Getty Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira