Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 09:01 Enn bætist við konurnar sem saka Weinstein um kynferðisofbeldi. AP Photo/John Minchillo Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum. Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum.
Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent