Konur! Hættum að vinna ókeypis! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2022 08:02 Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu hálfa öldina höfum við ekki enn náð að uppfylla þann draum sem Rauðsokkur, femínistar og aktívistar á áttunda áratugnum báru í brjósti sér; að útrýma kynbundnum launamun og ná fram kjarajafnrétti á Íslandi. Í dag er launamunur kynjanna 21,9%, þegar litið er á mun á heildartekjum kvenna og karla. Nú er langt liðið á þriðja áratug 21. aldarinnar og ótækt að okkur hafi ekki enn tekist að útrýma þessu þjóðarmeini. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 til að starfa að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Enn í dag eru markmið félagsins hin sömu, að tryggja það að konur hafi jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og að þær hafi sömu tækifæri og sömu laun á vinnumarkaðnum. Þessi tvö markmið eru óaðskiljanleg. Við náum ekki kjarajafnrétti fyrr en konur taka fullan og jafnan þátt í að setja þau lög og reglur sem byggja upp samfélag okkar og vinnumarkað. Við minnumst þess í dag að 100 ár eru síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Íslendinga, fyrst kvenna. Það var ekki fyrr en 87 árum eftir að Ingibjörg komst á þing, árið 2009, að breytinga fór að gæta. Þá urðu konur 43% þingfólks og síðan þá hafa ótal lög sem bæta stöðu kvenna og jafnrétti verið sett. Það kemur í ljós að þegar konur fá dagskrárvald á þingi eru mál tekin fyrir sem tryggja jafnrétti og bæta stöðu allra okkar sem hér búa. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og tryggjum jafnan aðgang að ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Enn er gefinn afsláttur af störfum kvenna og enn meiri afsláttur er gefinn af störfum jaðarsettra hópa svo sem innflytjenda og fatlaðra. Kvennastéttir hafa haldið uppi íslensku samfélagi í aldaraðir. Það eru kvennastéttir sem ala upp og kenna börnum, sem hjúkra sjúkum og hugsa um aldraða. Það eru konur sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins og við verðum að meta störf þeirra að verðleikum. Við í Kvenréttindafélagi Íslands lítum nú til íslenskra stjórnvalda. Að stjórnvöld grípi til aðgerða sem tryggi að skakkt verðmætamat samfélagsins verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll. Þegar lítið er á mun á heildartekjum kvenna og karla á Íslandi í dag hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur. Konur vinna í dag ókeypis eftir kl. 15:15. Leiðréttum skakkt verðmætamat strax! Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar