Álftir éta og éta upp kornakra bænda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2022 13:06 Álftir éta og éta upp kornið frá bændum, sem þeir eru að rækta víða um land. Þúsundir fugla eru oft í ökrunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álftir eru verulegt vandamál þegar kornrækt er annars vegar því fuglarnir éta upp heilu hektarana frá bændum á örskotsstund. Kornbóndi á Suðurlandi segir að þó að þær séu reknar upp af ökrunum koma þær jafn harðan aftur, það verði að fækka fuglinum en í dag eru álftir friðaðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var frétt um Björn Þór Harðarson, kornbónda, sem ræktar meðal annars hveiti á ökrum sínum í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem fóður í svínin sín. Það var mikill ljómi yfir Björgvini þegar hann talaði um málið en þegar hann fór að tala um álftir og áhrif þeirra á kornakra hvort, sem það er hjá honum eða öðrum kornbændum á Íslandi þyngdist hljóðið í honum. „Mesta tjónið í ár er líklega af völdum álftarinnar. Veðrið hefur eiginlega ekki skemmt neitt að ráði. Það er ekki hægt að gera neitt annað en að fækka álftinni, það er allavega mín skoðun. Við erum búin að vera að reyna að reka upp bara í dag einhverja þúsundir fugla og það er eiginlega verra að stukka við henni en sauðfé,“ segir Björgvin Þór. Björgvin Þór segir að það verði að fækka álftinni þó hún sé friðuð, þetta geti ekki gengið svona áfram, tjónið sé svo mikið af fuglunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hún er friðuð og það má ekki skjóta hana eða hvað? „Nei, nei, það er einmitt málið, það má ekkert gera, hún veit það, enda gengur hún á lagið og veður inn í akrana hvar, sem hún kemst að,“ bætir Björgvin við. Björgvin sem ræktar korn á 280 hekturum „Ég hugsa að það séu núna farnir einhverjir fimm til átta hektarar á mörgum stöðum, samtals já, fimm til átta hektarar og ætli hektarinn sé ekki allavega 150.000 krónur bara í kostnaði. Þetta er ótrúlega mikið tjón. Ef maður gerir ekki neitt þá í rauninni eyðileggur hún þetta allt saman,“ segir Björn Þór Harðarson, kornbóndi- og svínabóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Dýr Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður þeirra sem beri ábyrgð á stríðsglæpum Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var frétt um Björn Þór Harðarson, kornbónda, sem ræktar meðal annars hveiti á ökrum sínum í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem fóður í svínin sín. Það var mikill ljómi yfir Björgvini þegar hann talaði um málið en þegar hann fór að tala um álftir og áhrif þeirra á kornakra hvort, sem það er hjá honum eða öðrum kornbændum á Íslandi þyngdist hljóðið í honum. „Mesta tjónið í ár er líklega af völdum álftarinnar. Veðrið hefur eiginlega ekki skemmt neitt að ráði. Það er ekki hægt að gera neitt annað en að fækka álftinni, það er allavega mín skoðun. Við erum búin að vera að reyna að reka upp bara í dag einhverja þúsundir fugla og það er eiginlega verra að stukka við henni en sauðfé,“ segir Björgvin Þór. Björgvin Þór segir að það verði að fækka álftinni þó hún sé friðuð, þetta geti ekki gengið svona áfram, tjónið sé svo mikið af fuglunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hún er friðuð og það má ekki skjóta hana eða hvað? „Nei, nei, það er einmitt málið, það má ekkert gera, hún veit það, enda gengur hún á lagið og veður inn í akrana hvar, sem hún kemst að,“ bætir Björgvin við. Björgvin sem ræktar korn á 280 hekturum „Ég hugsa að það séu núna farnir einhverjir fimm til átta hektarar á mörgum stöðum, samtals já, fimm til átta hektarar og ætli hektarinn sé ekki allavega 150.000 krónur bara í kostnaði. Þetta er ótrúlega mikið tjón. Ef maður gerir ekki neitt þá í rauninni eyðileggur hún þetta allt saman,“ segir Björn Þór Harðarson, kornbóndi- og svínabóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi.
Rangárþing ytra Landbúnaður Fuglar Dýr Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður þeirra sem beri ábyrgð á stríðsglæpum Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels