Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. október 2022 16:28 Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, segist hafa áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar. AP/Alberto Pezzali Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13 Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13
Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32