Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. október 2022 16:28 Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, segist hafa áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar. AP/Alberto Pezzali Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13 Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13
Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32