Ekki þurfti lengi að bíða þess að við Háskólann á Akureyri færi fram doktorsvörn Eyjólfur Guðmundsson skrifar 11. október 2022 11:01 Heimild til doktorsnáms skiptir sköpum fyrir sjálfstæðan háskóla. Með doktorsnámi er tryggt að nám og rannsóknir eru stundaðar jöfnum höndum við Háskólann á Akureyri og að háskólinn getur sérhæft sig enn frekar til að verða uppspretta þekkingar fyrir landið allt – en ekki síst fyrir landsvæði utan höfuðborgarinnar. Samfélög nútímans, og í enn auknum mæli samfélög framtíðarinnar, munu krefjast gríðarlegrar þekkingar á öllum sviðum svo unnt sé að viðhalda bestu lífsgæðum fyrir okkur öll. Þekkingarleit háskólanna er grundvallaratriði í því ferli og kjölfesta fyrir aukin verðmæti, betri skilning á heiminum öllum og betri þekkingu á okkur sjálfum og samfélögum okkar. Án doktorsnáms gæti Háskólinn á Akureyri ekki tekið næstu skref inn í framtíðina. Á þeim 35 árum sem Háskólinn á Akureyri hefur starfað hefur starfsfólk hans, stuðningsaðilar og nærsamfélögin okkar (um land allt) svo sannarleg tekið höndum saman um að búa til öfluga rannsókna- og menntastofnun sem stenst öðrum háskólum fyllilega snúning. Háskólinn á Akureyri hefur vaxið ár frá ári í stúdentafjölda en jafnframt náð að viðhalda gæðum náms, líkt og fram kemur í könnunum á meðal stúdenta. Háskólinn hefur einnig verið í fararbroddi hvað varðar stafræna miðlun náms (eða fjarnáms) og lyft grettistaki í þeim málum fyrir landið allt svo eftir hefur verið tekið. Fræðafólk HA hefur aukið rannsóknavirkni sína verulega á síðustu árum og í skýrslu Menntamálaráðuneytisins, sem kom út fyrr á árinu, kom fram að rannsóknastig á hvern akademískan starfsmann (miðað við árið 2019) var til jafns á við rannsóknastig annarra opinberra háskóla. Staða Háskólans á Akureyri hefur jafnframt verið mjög sterk þegar horft hefur verið til niðurstöðu úr stofnanamati Gæðaráðs íslenskra háskóla en HA hefur farið í gegnum tvær stórar allsherjarúttektir á síðustu 10 árum og í bæði skiptin fengið mjög jákvæða umsögn erlendra úttektaraðila, eins og sjá má á heimasíðu Gæðaráðsins. Á sama tíma hefur starfsfólk verið jákvætt í svörum sínum í könnun um stofnun ársins og þar hefur HA verið hæstur á meðal opinberra háskóla – og allt hefur þetta gengið innan fjárhagsramma þó stundum hafi það staðið óþægilega tæpt. Undirbúningur þess að unnt væri að hefja doktorsnám við HA á sér langa sögu en formlega fór ferlið af stað upp úr 2009. Í stefnu háskólans 2012 – 2017 var viðurkenning á doktorsnámi fyrir HA eitt af meginmarkmiðum skólans og það markmið náðist þann 20. október árið 2018 þegar þáverandi menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði undir heimildina við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Það má því með sanni segja að Háskólinn á Akureyri hafi að endingu sannað sig sem ein helsta menntastofnun landsins og líklegast ein best heppnaða aðgerð stjórnvalda til að efla aðgengi að háskólamenntun á landinu öllu. Við vonumst því eftir að stjórnvöld sjái sér hag í að efla Háskólann á Akureyri enn frekar á næstu árum. Í dag er því merkisdagur í sögu Háskólans á Akureyri þegar fram fer fyrsta doktorsvörnin við skólann. Karen Birna Þorvaldsdóttir mun verja ritgerð sína í heilbrigðisvísindum en ritgerðin ber heitið: Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall – Þróun á mælitæki með blönduðum aðferðum. Vörnin hefst kl. 13 í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Sigríðar Halldórsdóttur, prófessors við Háskólann á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd Denise Saint Arnault, prófessor við University of Michigan í Bandaríkjunum, Rhonda M. Johnson, prófessor við University of Alaska Anchorage í Bandaríkjunum, og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Andmælendur eru Stefanía Ægisdóttir, prófessor í sálfræði við Ball State University í Bandaríkjunum, og Maria Wemrell, dósent í lýðheilsuvísindum við Lunds universitet í Svíþjóð. Með þessari fyrstu doktorsvörn er jafnframt svarað lokaorðum Haraldar Bessasonar, fyrsta rektors Háskólans á Akureyri, er hann skrifaði í ritgerð um háskóla á Akureyri að „Hugmyndir um hærri háskólagráður eru enn á reiki. Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum….“ Það er rétt að ávarpa Harald beint á þessari stóru stund Háskólans á Akureyri: „Ágæti Haraldur, það tók aðeins 35 ár frá stofnun háskólans þar til fyrsta doktorsvörn stúdents HA fór fram. Það er skammur tími í sögu háskóla almennt og varstu virkilega framsýnn í orðum þínum frá árinu 1986.“ Við óskum doktorskandídat góðs gengis í vörn sinni í dag og starfsfólki, fræðasamfélaginu við HA og annarsstaðar, svo og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með þennan áfanga. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Heimild til doktorsnáms skiptir sköpum fyrir sjálfstæðan háskóla. Með doktorsnámi er tryggt að nám og rannsóknir eru stundaðar jöfnum höndum við Háskólann á Akureyri og að háskólinn getur sérhæft sig enn frekar til að verða uppspretta þekkingar fyrir landið allt – en ekki síst fyrir landsvæði utan höfuðborgarinnar. Samfélög nútímans, og í enn auknum mæli samfélög framtíðarinnar, munu krefjast gríðarlegrar þekkingar á öllum sviðum svo unnt sé að viðhalda bestu lífsgæðum fyrir okkur öll. Þekkingarleit háskólanna er grundvallaratriði í því ferli og kjölfesta fyrir aukin verðmæti, betri skilning á heiminum öllum og betri þekkingu á okkur sjálfum og samfélögum okkar. Án doktorsnáms gæti Háskólinn á Akureyri ekki tekið næstu skref inn í framtíðina. Á þeim 35 árum sem Háskólinn á Akureyri hefur starfað hefur starfsfólk hans, stuðningsaðilar og nærsamfélögin okkar (um land allt) svo sannarleg tekið höndum saman um að búa til öfluga rannsókna- og menntastofnun sem stenst öðrum háskólum fyllilega snúning. Háskólinn á Akureyri hefur vaxið ár frá ári í stúdentafjölda en jafnframt náð að viðhalda gæðum náms, líkt og fram kemur í könnunum á meðal stúdenta. Háskólinn hefur einnig verið í fararbroddi hvað varðar stafræna miðlun náms (eða fjarnáms) og lyft grettistaki í þeim málum fyrir landið allt svo eftir hefur verið tekið. Fræðafólk HA hefur aukið rannsóknavirkni sína verulega á síðustu árum og í skýrslu Menntamálaráðuneytisins, sem kom út fyrr á árinu, kom fram að rannsóknastig á hvern akademískan starfsmann (miðað við árið 2019) var til jafns á við rannsóknastig annarra opinberra háskóla. Staða Háskólans á Akureyri hefur jafnframt verið mjög sterk þegar horft hefur verið til niðurstöðu úr stofnanamati Gæðaráðs íslenskra háskóla en HA hefur farið í gegnum tvær stórar allsherjarúttektir á síðustu 10 árum og í bæði skiptin fengið mjög jákvæða umsögn erlendra úttektaraðila, eins og sjá má á heimasíðu Gæðaráðsins. Á sama tíma hefur starfsfólk verið jákvætt í svörum sínum í könnun um stofnun ársins og þar hefur HA verið hæstur á meðal opinberra háskóla – og allt hefur þetta gengið innan fjárhagsramma þó stundum hafi það staðið óþægilega tæpt. Undirbúningur þess að unnt væri að hefja doktorsnám við HA á sér langa sögu en formlega fór ferlið af stað upp úr 2009. Í stefnu háskólans 2012 – 2017 var viðurkenning á doktorsnámi fyrir HA eitt af meginmarkmiðum skólans og það markmið náðist þann 20. október árið 2018 þegar þáverandi menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði undir heimildina við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Það má því með sanni segja að Háskólinn á Akureyri hafi að endingu sannað sig sem ein helsta menntastofnun landsins og líklegast ein best heppnaða aðgerð stjórnvalda til að efla aðgengi að háskólamenntun á landinu öllu. Við vonumst því eftir að stjórnvöld sjái sér hag í að efla Háskólann á Akureyri enn frekar á næstu árum. Í dag er því merkisdagur í sögu Háskólans á Akureyri þegar fram fer fyrsta doktorsvörnin við skólann. Karen Birna Þorvaldsdóttir mun verja ritgerð sína í heilbrigðisvísindum en ritgerðin ber heitið: Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall – Þróun á mælitæki með blönduðum aðferðum. Vörnin hefst kl. 13 í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Sigríðar Halldórsdóttur, prófessors við Háskólann á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd Denise Saint Arnault, prófessor við University of Michigan í Bandaríkjunum, Rhonda M. Johnson, prófessor við University of Alaska Anchorage í Bandaríkjunum, og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Andmælendur eru Stefanía Ægisdóttir, prófessor í sálfræði við Ball State University í Bandaríkjunum, og Maria Wemrell, dósent í lýðheilsuvísindum við Lunds universitet í Svíþjóð. Með þessari fyrstu doktorsvörn er jafnframt svarað lokaorðum Haraldar Bessasonar, fyrsta rektors Háskólans á Akureyri, er hann skrifaði í ritgerð um háskóla á Akureyri að „Hugmyndir um hærri háskólagráður eru enn á reiki. Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum….“ Það er rétt að ávarpa Harald beint á þessari stóru stund Háskólans á Akureyri: „Ágæti Haraldur, það tók aðeins 35 ár frá stofnun háskólans þar til fyrsta doktorsvörn stúdents HA fór fram. Það er skammur tími í sögu háskóla almennt og varstu virkilega framsýnn í orðum þínum frá árinu 1986.“ Við óskum doktorskandídat góðs gengis í vörn sinni í dag og starfsfólki, fræðasamfélaginu við HA og annarsstaðar, svo og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með þennan áfanga. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun