Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2022 16:32 Herschel Walker, vill sæti á öldungadeild Bandaríkjaþings og nýtur stuðnings Donalds Trumps. GettY/Megan Varner Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi. Walker nýtur stuðnings Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en er verulega umdeildur. Hann hefur meðal annars sagt að hann vilji banna það alfarið, jafnvel í tilfellum nauðgunar og sifjaspells og jafnvel þó þungun ógni lífi móður. Þá hefur hann líkt þungunarrofi við morð. Daily Beast birti frétt um hið meinta þungunarrof og greiðsluna frá Walker í gær. Blaðamaður miðilsins talaði við konuna um málið og sýndi hún honum kvittun fyrir aðgerðinni, kvittun vegna innlagnar í banka sem með fylgdi mynd af ávísun sem Walker hafði skrifað nafn sitt á og bréf þar sem hann á að hafa óskað henni skjóts bata. Walker var spurður út í ávísunina í viðtali á Fox News í gær. Þá sagðist hann senda fullt af fólki pening. Hann væri gjafmildur. Hann sagði það sama um bréfið, eða það að hann sendi fullt af fólki allskonar bréf. "I send money to a lot of people" -- Walker on an alleged payment he made to a woman who says he paid for her abortion pic.twitter.com/LYSH2X0jBn— Aaron Rupar (@atrupar) October 4, 2022 Sonur Walkers, sem heitir Christian, hefur þó stigið fram og gagnrýnt hann harðlega. Christian Walker hefur meðal annars sakað föður sinn um að hafa hótað sér og móður sinni lífláti og segir að þau hafi ítrekað þurft að flýja undan ofbeldi hans. Hann sagði Herschel vera að ljúga því að hann væri réttsýnn kristinn maður og hið sanna væri að hann hefði varið ævinni í að rústa lífum annarra. „Allir fjölskyldumeðlimir Herschel Walker báðu hann um að bjóða sig ekki fram, því við vissum öll að fortíð hans myndi koma á yfirborðið,“ sagði Christian í tístunum. I ve stayed silent for nearly two years as my whole life has been lied about publicly. I did ONE campaign event, then said I didn t want involvement. Don t you dare test my authenticity. Here is the full story: pic.twitter.com/ekVEcz8zq3— Christian Walker (@ChristianWalk1r) October 4, 2022 Repúblikanar hafa í dag sagst styðja Walker og meðal annars sakað Demókrata um að ljúga upp á hann. Þeir hafa meðal annars gefið í skyn að um einhvers konar samsæri Demókrata sér að ræða. Lög Georgíu segja til um að stjórnmálaflokkar megi ekki skipta um frambjóðenda svo nærri kosningum. Þá hafa Repúblikanar bundið miklar vonir við að Georgía og Herschel hjálpi þeim að ná meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum í nóvember. Washington Post segir að öldungadeildarframbjóðendur Repúblikanaflokksins í mikilvægum ríkjum hafi ekki verið að gera gott mót í könnunum. Walker sé þó ekki einn þeirra. Flestar kannanir sýna hann stutt á hæla Raphael G. Warnock, öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði nýverið að Repúblikanar teldu góðar líkur á því að þeir gætu náð þingsætum Georgíu. Miðað við kannanir eru líkur á því að Demókratar haldi meirihluta í öldungadeildinni og jafnvel bæti við sig sætum. Það sama er ekki upp á teningnum í fulltrúadeildinni. Þar eru líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta. Kannanir sýna þó að dregið hefur úr þeim líkum og þá sérstaklega eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. 14. september 2022 12:21 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Walker nýtur stuðnings Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en er verulega umdeildur. Hann hefur meðal annars sagt að hann vilji banna það alfarið, jafnvel í tilfellum nauðgunar og sifjaspells og jafnvel þó þungun ógni lífi móður. Þá hefur hann líkt þungunarrofi við morð. Daily Beast birti frétt um hið meinta þungunarrof og greiðsluna frá Walker í gær. Blaðamaður miðilsins talaði við konuna um málið og sýndi hún honum kvittun fyrir aðgerðinni, kvittun vegna innlagnar í banka sem með fylgdi mynd af ávísun sem Walker hafði skrifað nafn sitt á og bréf þar sem hann á að hafa óskað henni skjóts bata. Walker var spurður út í ávísunina í viðtali á Fox News í gær. Þá sagðist hann senda fullt af fólki pening. Hann væri gjafmildur. Hann sagði það sama um bréfið, eða það að hann sendi fullt af fólki allskonar bréf. "I send money to a lot of people" -- Walker on an alleged payment he made to a woman who says he paid for her abortion pic.twitter.com/LYSH2X0jBn— Aaron Rupar (@atrupar) October 4, 2022 Sonur Walkers, sem heitir Christian, hefur þó stigið fram og gagnrýnt hann harðlega. Christian Walker hefur meðal annars sakað föður sinn um að hafa hótað sér og móður sinni lífláti og segir að þau hafi ítrekað þurft að flýja undan ofbeldi hans. Hann sagði Herschel vera að ljúga því að hann væri réttsýnn kristinn maður og hið sanna væri að hann hefði varið ævinni í að rústa lífum annarra. „Allir fjölskyldumeðlimir Herschel Walker báðu hann um að bjóða sig ekki fram, því við vissum öll að fortíð hans myndi koma á yfirborðið,“ sagði Christian í tístunum. I ve stayed silent for nearly two years as my whole life has been lied about publicly. I did ONE campaign event, then said I didn t want involvement. Don t you dare test my authenticity. Here is the full story: pic.twitter.com/ekVEcz8zq3— Christian Walker (@ChristianWalk1r) October 4, 2022 Repúblikanar hafa í dag sagst styðja Walker og meðal annars sakað Demókrata um að ljúga upp á hann. Þeir hafa meðal annars gefið í skyn að um einhvers konar samsæri Demókrata sér að ræða. Lög Georgíu segja til um að stjórnmálaflokkar megi ekki skipta um frambjóðenda svo nærri kosningum. Þá hafa Repúblikanar bundið miklar vonir við að Georgía og Herschel hjálpi þeim að ná meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum í nóvember. Washington Post segir að öldungadeildarframbjóðendur Repúblikanaflokksins í mikilvægum ríkjum hafi ekki verið að gera gott mót í könnunum. Walker sé þó ekki einn þeirra. Flestar kannanir sýna hann stutt á hæla Raphael G. Warnock, öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði nýverið að Repúblikanar teldu góðar líkur á því að þeir gætu náð þingsætum Georgíu. Miðað við kannanir eru líkur á því að Demókratar haldi meirihluta í öldungadeildinni og jafnvel bæti við sig sætum. Það sama er ekki upp á teningnum í fulltrúadeildinni. Þar eru líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta. Kannanir sýna þó að dregið hefur úr þeim líkum og þá sérstaklega eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. 14. september 2022 12:21 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. 14. september 2022 12:21
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31