Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2022 14:30 GettyImages Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt. Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt.
Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira