Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 15:26 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins, er á meðal þeirra frambjóðenda sem annað hvort vill ekki heita því að virða kosningaúrslit í haust eða neitar að svara því. Vísir/EPA Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01