Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 22:12 Orban hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans. Getty/Gruber Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 81 prósent þingfulltrúa Evrópuþings greiddu atkvæði með ályktuninni, sem hefur aðeins táknrænt gildi. Í ályktuninni kom meðal annars fram að ríkisstjórnin í Ungverjalandi mætti líkja við einræði, ef litið er til grundvallarhugmynda um lýðræði og mannréttindi. Ungverjaland stendur í ströngu við að sannfæra Evrópusambandið um margra milljarða fjárstyrk vegna kórónuveirufaraldursins. Þá er einnig talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni leggja fram tillögu um að minnka fyrirhugaðan fjárstyrk vegna uppbyggingu innviða og efnahags um 70 prósent. Ríkið fær frest fram í nóvember til að leggja fram frumvarp, sem á að sporna gegn spillingu í landinu. Nokkrir þingmenn Evrópuþings hafa lýst yfir áhyggjum af því að Evrópusambandið muni gera of vægar kröfur til ríkisstjórnar Ungverjalands, að því segir í frétt Guardian. Orban hefur verið forsætisráðherra í Ungverjalandi síðan árið 2010. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Fyrr á árinu sagði náinn ráðgjafi Orbans upp eftir umdeilda ræðu sem forsætisráðherrann hélt, en ráðgjafinn sagði ræðuna hafa verið nasíska. Forsætisráðherrann hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans. Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25 Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36 Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
81 prósent þingfulltrúa Evrópuþings greiddu atkvæði með ályktuninni, sem hefur aðeins táknrænt gildi. Í ályktuninni kom meðal annars fram að ríkisstjórnin í Ungverjalandi mætti líkja við einræði, ef litið er til grundvallarhugmynda um lýðræði og mannréttindi. Ungverjaland stendur í ströngu við að sannfæra Evrópusambandið um margra milljarða fjárstyrk vegna kórónuveirufaraldursins. Þá er einnig talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni leggja fram tillögu um að minnka fyrirhugaðan fjárstyrk vegna uppbyggingu innviða og efnahags um 70 prósent. Ríkið fær frest fram í nóvember til að leggja fram frumvarp, sem á að sporna gegn spillingu í landinu. Nokkrir þingmenn Evrópuþings hafa lýst yfir áhyggjum af því að Evrópusambandið muni gera of vægar kröfur til ríkisstjórnar Ungverjalands, að því segir í frétt Guardian. Orban hefur verið forsætisráðherra í Ungverjalandi síðan árið 2010. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Fyrr á árinu sagði náinn ráðgjafi Orbans upp eftir umdeilda ræðu sem forsætisráðherrann hélt, en ráðgjafinn sagði ræðuna hafa verið nasíska. Forsætisráðherrann hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans.
Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25 Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36 Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25
Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35