Einn gegn öllum Bryndís Schram skrifar 28. ágúst 2022 07:01 Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun