Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar 31. október 2025 12:33 Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun