Vekjum íslenska markaðinn! Ívar Breki Benjamínsson skrifar 16. ágúst 2022 13:30 Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun