Vekjum íslenska markaðinn! Ívar Breki Benjamínsson skrifar 16. ágúst 2022 13:30 Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun