Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:54 Sendinefnd bandarísku öldungadeildarinnar á fundi með taívanska forsetanum í morgun. AP Photo/Johnson Lai Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum. Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum.
Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58
Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13
Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15