Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Tryggvi Hrafn var frábær í leiknum í kvöld. Hér leggur hann upp þriðja mark Vals á Patrick Pedersen. Visir/ Diego Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. „Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
„Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00