Upprætum kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi Jón Gunnarsson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Næturlíf Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hrundið var af stað herferð í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar, ráðuneytisins og fjölda góðra samstarfsaðila þar sem almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi á djamminu og spyrja „Er ekki allt í góðu?“, og ef ekki að hafa þá samband við 112. Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. Fjölgum tilkynningum, fækkum brotum Markmið mitt með vitundarvakningunni er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar. Á fyrstu þremur mánuðum ársins bárust 176 tilkynningar til lögreglunnar um kynferðisbrot, sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan. Þar af var tilkynnt um 59 nauðganir eða sem samsvarar 17% fjölgun frá meðaltali síðustu þriggja ára. Skoðun á tímasetningu brotanna sýnir að grófasta ofbeldið á sér oft stað um helgar og að nóttu til, tengt skemmtanalífinu. Herferðin hefur því haldið áfram í sumar með áherslur á viðburði og útihátíðir hringinn í kringum landið með skilaboðunum um „Góða skemmtun“, þar sem allir koma heilir heim.Með átakinu viljum við hvetja til samstöðu gegn ofbeldi þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér í sumar og minna á að ætíð er hægt að leita aðstoðar hjá Neyðarlínunni í síma 112, á vefnum 112.is eða í 112 appinu. Þróað hefur verið fræðsluefni fyrir starfsfólk og gæsluliða til að fást við ágreining, áreitni eða ofbeldi í uppsiglingu og má nálgast efnið á https://www.112.is/goda-skemmtun Nú þegar margir leggja land undir fót um verslunarmannahelgina vil ég hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni. Bætt réttarstaða brotaþola lögfest Lengi hafði verið kallað eftir mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Í vor lagði ég því mikla áherslu á að Alþingi samþykkti frumvarp mitt um bætta réttarstöðu brotaþola fyrir þinglok. Frumvarpið hafði tekið vegamiklum breytingum frá fyrra þingmáli að höfðu víðtæku samráði. Var málið samþykkt samhljóða áður en þingmenn héldu í sumarfrí. Aukið stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungmennum er mikið áhyggjuefni. Því lagði ég áherslu á aðra mikilvæga réttarbót um breytingar á lögum um barnaníð, hatursorðræðu og mismunun sem var einnig samþykkt á Alþingi í vor. Þar er kveðið á um mun harðari refsingu fyrir þá sem framleiða, dreifa eða eiga myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni.Sömu refsingar gilda nú um þá sem skoða myndefni á netinu sem sýnir kynferðislega misnotkun á barni. Rannsóknir efldar Samhliða þessu hefur aukið fjármagn verið tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða og bæta meðferð mála. Mín kjörorð hafa alltaf verið að láta verkin tala. Svo verður áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar