Af hverju Fjarðarheiðargöng? Hildur Þórisdóttir skrifar 21. júlí 2022 18:00 Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Fjarðabyggð Byggðamál Alþingi Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun