Er það ekki bara frábært að vinna eftir sjötugt! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 15. júlí 2022 14:01 Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun