Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2022 08:25 Borgarnes. Hringvegur lagður framhjá byggðinni. Samgöngufélagið/Envalys Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls. Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í fréttum Stöðvar 2 en Samgöngufélagið fékk fyrirtækið Envalys til að vinna könnunina. Jafnframt voru gerð myndskeið til að svarendur gætu glöggvað sig betur á því hvernig færsla hringvegarins á þessum tveimur stöðum á Vesturlandi kæmi til með að líta út, annarsvegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi og hins vegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn.Samgöngufélagið/Envalys Niðurstöður liggja núna fyrir en í afstöðu til vegfyllingar við Borgarnes voru þátttakendur beðnir um að svara því á kvarðanum núll til sex hversu andvígir eða hlynntir þeir væru færslu Hringvegar um Borgarnes. Niðurstaðan varð 5,06, þar sem talan núll táknar þá sem eru mjög andvígir, talan þrír hvorki né og talan sex þá sem eru mjög hlynntir, en 995 manns svöruðu spurningunni. Færsla hringvegarins við Borgarnes fékk niðurstöðuna 5,06 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Í afstöðu til færslu hringvegarins milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð varð niðurstaðan 4,23 á sama kvarða þar sem talan núll táknar mjög andvíga og talan sex mjög hlynnta, en 1.127 manns svöruðu þessari spurningu. Ný lega hringvegarins yfir Grunnafjörð fékk niðurstöðuna 4,23 á kvarðanum 0 til 6.Grafík/Kristján Jónsson Jónas B. Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir könnuna sýna verulegan stuðning við að hringvegurinn verði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi sögðust þó andvígastir slíkri færslu vegarins meðan íbúar utan Borgarbyggðar voru hlynntastir. Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Hin spurningin, um þverun Grunnafjarðar, hlaut allmikinn stuðning, að mati Jónasar. Íbúar á Akranesi reyndust hlynntastir slíkri færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall en með henni styttist leiðin milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Borgarbyggð Akranes Hvalfjarðarsveit Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Verslun Ferðalög Tengdar fréttir Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. 7. júní 2022 22:30
Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30