Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um eld í hraðbanka í Árbæ, nánar til tekið í verslunarhúsnæði á Bíldshöfða. Lögreglan mætti á undan slökkviliði og slökkti eldinn með slökkvutæki úr bifreið sinni. Þegar slökkvilið kom á vettvang var notuð hitamyndavél til þess að tryggja að lögregla hafi sinnt slökkvistörfum með fullnægjandi hætti.
Það tók slökkvilið tæpa þrjá klukkutíma að reykræsta húsið en töluverður reykur var í verslunarhúsnæðinu.