Milljónir syrgja einn þekktasta og besta Minecraft-spilara heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 12:50 Milljónir hafa horft á kveðjumyndskeiðið á YouTube og hundruð þúsunda skilið eftir kveðju. Gera má ráð fyrir að mörg börn séu á meðal þeirra sem taka dauða Technoblade nærri sér en Minecraft er spilaður af fólki á öllum aldri út um allan heim. Milljónir tölvuleikaaðdáenda út um allan heim syrgja nú einn þekktasta og besta Minecraft-leikmann heims. Alex, eða Technoblade eins og hann kallaði sig í netheimum, lést úr krabbameini í gær. Hann var aðeins 23 ára gamall. „Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021 Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
„Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021
Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira