Aukning innbrota á heimili Ágúst Mogensen skrifar 30. júní 2022 12:01 Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýsingar má finna í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra um fjölda innbrota á árinu 2021. Niðurstöður þolendakannana 2021, sem segja frá reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu, benda til þess að helmingur allra innbrota er tilkynntur og því má ætla að rauntölur í fyrra séu mun hærri. Sumarið er tími sem mörg innbrot eru framin og nú, þegar landsmenn leggja land undir fót og fara í sumarleyfi, er mikilvægt að huga að ráðstöfunum sem varnað geta innbrotum. Farðu áhyggjulaus í fríið Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Geymdu aukabíl í bílastæðinu þínu, segðu nágrönnum að þú sért að fara í frí og biddu þá að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína og jafnvel leggja bílnum sínum stundum í stæðið þitt. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skarar skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir því hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að enginn sé heima. Ef þú tekur myndir í sumarleyfinu og deilir með vinum þínum skaltu gæta þess að þær séu ekki sýnilegar öllum á vefnum. Tjón bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt Innbrotum fylgja margvísleg óþægindi og tjón. Skemmdarverk geta verið unnin við innbrotið. Gluggar eða hurðir brotnar og kostnaður jafnvel meiri við lagfæringar en sem nemur andvirði þýfisins. Munir sem hafa tilfinningalegt gildi verða aldrei að fullu bættir með tryggingum en þess utan getur atburðurinn lagst þungt á sálina. Fólki finnst óþægilegt að ókunnugur aðili hafi gengið um heimili þess og rótað í innbúi og einkamunum. Eftirköstin geta verið langvinn og lýst sér í ótta, kvíða og að finnast óþægilegt að yfirgefa heimilið af ótta við innbrot. Reiði og sjálfsásökun eru einnig þekkt viðbrögð. Eftir hverju er verið að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur og fatnaður/merkjavara, skartgripir, lausafé og listmunir. Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Vefurinn reidhjolaskra.is býður eigendum reiðhjóla að skrá hjólin sín þar, sem getur auðveldað endurheimt sé þeim stolið. Gætum að eigum granna okkar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá heimili okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Gætum að eigum hvors annars í sumar og njótum frísins. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar