Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Kjaramál Dýr Vilhjálmur Birgisson Akranes Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir. Að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar sjávarauðlindir til atvinnu- og gjaldeyrisöflunar skv. veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun, annað væri gjörsamlega galið. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni í Hvalfirði rétt rúm 1 milljón króna á mánuði á vertíðinni 2018 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu. Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli, enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem gera okkur kleift að búa til það velferðarsamfélag sem við viljum búa í. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagna ég innilega að hvalveiðar hafi hafist að nýju. Ég lít á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina og er það fyrir utan afleidd störf tengdum veiðum og vinnslu hvalafurða Það er engum vafa undirorpið að þjóðhagslegur ávinningur er af veiðum og vinnslu á hvalafurðum en vissulega hafa þessar veiðar enn meiri þýðingu fyrir sveitarfélög eins og Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og reyndar einnig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu enda koma einnig starfsmenn þaðan. Grunnvallaratriðið er að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir skv. okkar færustu sérfræðingum sem eru í þessu tilfelli frá Hafrannsóknarstofnun. Við eigum ekki að láta „öfgahópa“ eða einhverja sérhagsmunaaðila í ferðaþjónustunni segja okkur hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar megi ástunda hér á landi. Ég tel að meirihluti þjóðarinnar styðji veiðar og vinnslu hvalaafurða og ljóst að eigandi Hvals er alls ekki búinn að einangrast við að skapa 150 manns atvinnu með öllum þeim jákvæðu þáttum sem fylgja þessum veiðum Það er rétt að geta þess að langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt samkvæmt talningum undanfarinna áratuga. Samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2015 er stofninn (Mið-Norður-Atlantshafsstofn) talinn vera um 40 þúsund dýr og hefur aldrei mælst stærri. Hví í ósköpunum eigum við ekki að heimila hvalveiðar þegar þessar staðreyndir liggja fyrir? Ég man þegar hvalveiðar voru heimilaðar 2009 og ferðaþjónustan grenjaði eins og stungnir grísir og töldu að þetta myndi rústa ferðaþjónustunni, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Enda liggur fyrir að ferðamönnum fjölgaði gríðarlega og náðu hámarki 2019 og voru reyndar orðnir svo margir að talað var um að takmarka þyrfti fjölda þeirra sem hingað koma vegna átroðnings. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð stutt veiðar og vinnslu hvalaafurða og reyndar styður VLFA allar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sama hvort þær eru í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, stóriðju eða öðrum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum. Við þurfum á þessum atvinnugreinum að halda því það er með þessari gjaldeyrisöflun sem við höldum úti löggæslu, heilbrigðiskerfi, velferðarþjónustu, menntakerfi og svona mætti lengi telja. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun